Næsti fundur Járngerðar, öllum opinn, verður haldinn í Gjánni þriðjudaginn 15. apríl kl. 17:30.
Á fundinum mun stjórn Járngerðar fara yfir þau verk sem unnin hafa verið frá stofnun samtakanna, auk þess sem næstu skref verða kynnt. Fundargestum mun gefast tækifæri á að deila sinni sýn á stöðu mála, uppbyggingu og framtíð Grindavíkur.
Á komandi vikum mun Járngerður hefja vinnu í málefnahópum innan samtakanna. Nánari upplýsingar um hvernig hópavinnan verður framkvæmd verða kynntar á fundinum, og skráning í hópa mun hefjast þar.
Við stöndum frammi fyrir ýmsum áskorunum og krefjandi verkefnum. Við hvetjum ykkur öll til að mæta á fundinn og taka þátt í starfinu, því samstaða okkar Grindvíkinga er mikilvæg á þessum örlagatímum í okkar góða bæ.
Þeir sem vilja skrá sig í samtökin geta sent tölvupóst á jarngerdur@hotmail.com með upplýsingum um fullt nafn og kennitölu. Félagsgjöldin eru 3.000 kr. og fara eingöngu í rekstur félagsins.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn Járngerðar