Fundur 6

  • Innviðanefnd
  • 7. apríl 2025

6. fundur innviðanefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 26. mars 2025 og hófst hann kl. 15:00.


Fundinn sátu:
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, varaformaður,
Hjálmar Hallgrímsson, formaður,
Unnar Á. Magnússon, aðalmaður,
Páll Jóhann Pálsson, áheyrnarfulltrúi. 

Einnig sátu fundinn:
Sigurður A Kristmundsson, hafnarstjóri,
Sigurður Rúnar Karlsson, veitustjóri,
Elísabet Bjarnadóttir, sérfræðingur skipulags- og umhverfissviðs,
Guðjón Bragason, Lögfræðingur. 

Fundargerð ritaði:  Elísabet Bjarnadóttir, skipulagsfulltrúi.

Gestur fundarins, Jón Haukur Steingrímsson, sat dagskrárliði 1-8. 
Sigurður Rúnar Karlsson yfirgaf fund eftir lið 8. 

Mál nr. 2503031 tekið inn með afbrigðum.

Dagskrá:

1.      Lagnaleiðir fyrir stofninnvið - 2503014
    Gerð verður grein fyrir valkostum sem eru til skoðunar varðandi framtíðarlagnaleiðir stofninnviða. 

Gestur fundar: Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur. 

Nefndin tekur vel í tillögu varnargarðateymis um lagnaleið að austanverðum Þorbirni. Nefndin telur verkefnið brýnt og er skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
         
2.      Sprungu- og innviðaviðgerðir (áfangi 1) - 2503003
    Fulltrúi frá Grindavíkurbæ í framkvæmdateymi sprunguverkefnis kynnir stöðu mála. 

Farið yfir verkefnastöðu viðgerða en 1.áfanga er næstum lokið. Minnisblað um jarðkönnun knattspyrnuvallar er í vinnslu. Mikill vilji framkvæmdateymis að aðgerðaáætlun tvö verði samþykkt svo hægt verði að nýta sumar í áframhaldandi viðgerðir.
         
3.      Hugmynd að stoppistað fyrir ferðamenn - 2503001
    Lagt fyrir nefnd til kynningar. 

Tillaga varnargarðateymis kynnt. Hún stuðlar að öryggi vegfarenda. 
         
4.      Bláalónsvegur innan varnargarða - 2503027
    Vegagerðin sendir fyrirspurn um málsmeðferð vegna færslu Bláalónsvegar innan varnargarða. Færsla nauðsynleg til að tryggja öryggi vegfarenda. 

Nefndin gerir ekki athugasemd við áformin og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
         
5.      Bláa lónið Fyrirspurn til skipulags- og umhverfissviðs - 2503028
    Fyrirspurn um málsmeðferð vegna breytinga á deiliskipulagi. Óskað er eftir heimild fyrir nýrri hreinsistöð og færslu á byggingarmagni og reitum. Lóðir sem um ræðir eru Norðurljósavegur 9, 9a og 11. 

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
         
6.      Fyrirspurn vegna rannsóknarborhola - 2503029
    Fyrirspurn um málsmeðferð vegna rannsóknarborholuframkvæmda. 

Nefndin gerir ekki athugasemd við áform um borholur 1 og 2. Skipulagsfulltrúa falið að svara fyrirspyrjanda um hvort þörf er á framkvæmdaleyfi. 

         
7.      Staða Grindavíkur og sviðsmyndir um hvernig Grindavík og samfélag Grindvíkinga verður árið 2035 - 2503018
    Skýrsla Deloitte lögð fram til umræðu og greint frá umfjöllun bæjarstjórnar á fundi nr.583 þann 25. mars. 

Í síðustu viku var kynning á skýrslu Deloitte, "Staða Grindavíkur og sviðsmyndir um hvernig Grindavík og samfélag verður árið 2035", dags. 17. mars 2025 og "Íbúakönnun meðal Grindavíkinga" dags. febrúar 2025, sem Maskína vann fyrir Forsætisráðuneytið. Könnunin náði til einstaklinga sem skráðir voru með búsetu í Grindavík í nóvember 2023. Drög að umsögn bæjarstjórnar um skýrslu Deloitte kynnt. 

Höfð verður hliðsjón af umræðu á fundi við lokagerð skýrslu.
         
8.      Jarðkönnun í Grindavík vegna náttúruhamfara - 2402008
    Lokaskýrsla jarðkönnunar lögð fram og rædd. 

Skýrslan sýnir skýrt að þörfin til að halda áfram er brýn og ekki megi fresta verkefnum. Það myndi hafa veruleg neikvæð samfélagsleg áhrif. 

         
9.      
Fundargerðir 2025 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2502040
    Fundargerð 52. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja lögð fram og kynnt. 

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að kanna hvort hægt sé að fá kynningargögn um framtíðaráform Landsnets.
         
10.      Drög um breytingar á lögum um veiðigjöld - 2503031
    Drög um breytingar á lögum um veiðigjöld tekin til umræðu. Nefndin tekur undir þær áherslur fyrir umsögn sem ræddar voru á fundinum og minnir á að sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur í Grindavík.
         


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarráð / 10. apríl 2025

Fundur 1680

Innviðanefnd / 26. mars 2025

Fundur 6

Bæjarstjórn / 25. mars 2025

Fundur 583

Bæjarráð / 11. mars 2025

Fundur 1678

Bæjarráð / 4. mars 2025

Fundur 1677

Bæjarstjórn / 26. febrúar 2025

Fundur 582

Bæjarráð / 18. febrúar 2025

Fundur 1676

Innviðanefnd / 17. febrúar 2025

Fundur 5

Bæjarstjórn / 28. janúar 2025

Fundur 581

Bæjarráð / 21. janúar 2025

Fundur 1675

Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. janúar 2025

Fundur 86

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júlí 2024

Fundur 82

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. maí 2024

Fundur 81

Afgreiðslunefnd byggingamála / 27. maí 2024

Fundur 80

Afgreiðslunefnd byggingamála / 18. apríl 2024

Fundur 79

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. nóvember 2024

Fundur 85

Afgreiðslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2024

Fundur 84

Afgreiðslunefnd byggingamála / 26. ágúst 2024

Fundur 83

Afgreiðslunefnd byggingamála / 8. júní 2023

Fundur 73

Afgreiðslunefnd byggingamála / 11. maí 2023

Fundur 72

Innviðanefnd / 16. desember 2024

Fundur 3

Innviðanefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 14. janúar 2025

Fundur 1674

Samfélagsnefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 7. janúar 2025

Fundur 1673

Bæjarstjórn / 17. desember 2024

Fundur 580

Samfélagsnefnd / 11. desember 2024

Fundur 3

Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bæjarráð / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bæjarráð

Innviðanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviðanefnd