Sértækur húsnæðisstuðningur vegna náttúruhamfara í Grindavík fellur niður 31. mars. Þau sem hafa notið stuðningsins eru hvött til að kanna strax hvort þau eigi rétt á húsnæðisbótum. Mikilvægt er að hafa í huga að réttur til húsnæðisbóta ræðst af tekjum og eignum umsækjanda.
Ekki allir eiga rétt – þekkir þú mörkin?
Til að eiga rétt á húsnæðisbótum þurfa tekjur og eignir að vera undir ákveðnum viðmiðunarmörkum. Þessi mörk fara eftir fjölda heimilismanna.
Það er því mjög mikilvægt að kanna sérstaklega hvort þú uppfyllir skilyrðin áður en þú flytur lögheimili og sækir um.
Þú getur reiknað út hvort þú eigir rétt á húsnæðisbótum