Fundur 583

  • Bæjarstjórn
  • 26. mars 2025

583. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 25. mars 2025 og hófst hann kl. 14:00.


Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti,
Birgitta H. Ramsay Káradóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Irmý Rós Þorsteinsdóttir, varamaður,
Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður,
Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður,
Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður,
Sævar Þór Birgisson, aðalmaður. 

Einnig sátu fundinn:
Fannar Jónasson, bæjarstjóri,
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs,
Guðjón Bragason, lögfræðingur. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.      AUGLÝSING um ákvörðun innviðaráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar Grindavíkurbæjar og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélagsins. - 2402011
    Til máls tók: Ásrún. 

Auglýsing um áframhaldandi starfshæfi bæjarstjórnar lögð fram og gildir hún til 15. júlí 2025. 

Heimildir eru þessar: 
Á grundvelli þess að ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir almannavarnastigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekið svofellda ákvörðun, með vísan til 1. mgr. 131. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Til að tryggja starfhæfi bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélagsins, er bæjarstjórn Grindavíkurbæjar heimilt að taka ákvarðanir sem fela í sér eftirfarandi frávik frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga og samþykktar um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins: 

1. Að fundir bæjarstjórnar verði haldnir á öðrum stað en mælt er fyrir í samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins og að fundir bæjarstjórnar, bæjarráðs og fastanefnda verði haldnir fyrir utan sveitarfélagið. 
2. Að nefndarmenn taki þátt í fundum sveitarfélagsins með rafrænum hætti þrátt fyrir að vera ekki staddir í sveitarfélaginu eða í erindagjörðum innan lands á vegum þess. 

Bæjarstjórn samþykkir auglýsinguna samhljóða. 
         
2.      Staða Grindavíkur og sviðsmyndir um hvernig Grindavík og samfélag Grindvíkinga verður árið 2035 - 2503018
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, hafnarstjóri og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar. 

Til máls tóku: Ásrún, Guðjón, Hallfríður, Gunnar Már, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar, bæjarstjóri, sviðsstjóri frístunda- og menningarnefndar, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Gunnar Már, Hafnarstjóri, Sævar og Irmý. 

Lögð fram skýrsla Deloitte, "Staða Grindavíkur og sviðsmyndir um hvernig Grindavík og samfélag verður árið 2035", dags. 17. mars 2025 og íbúakönnun meðal Grindavíkinga sem Maskína gerði fyrir Forsætisráðuneytið. Könnunin náði til einstaklinga sem skráðir voru með búsetu í Grindavík í nóvember 2023. 

Einnig lögð fram drög að umsögn um skýrslu Deloitte. 

Bæjarstjórn felur Guðjóni og bæjarstjóra að klára umsögnina.
         
3.      Umsjón með knattspyrnuvöllum sumarið 2025 - 2501031
    Til máls tóku: Ásrún og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. 

Lögð fram beiðni um viðauka að upphæð kr. 5.000.000 sem fjármagnaður verði með lækkun á öðrum tilgreindum rekstareiningum á frístunda- og menningarsviði, skv. framlögðu minnisblaði. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
         
4.      Kosning í nefndir samkvæmt B-lið 48. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 2205251
    Til máls tóku: Ásrún og bæjarstjóri. 

Kjósa þarf nýjan aðal- og varamann í almannavarnanefnd Grindavíkur sem fulltrúa bjögunarsveitar. Lagt er til að Bogi Adolfsson verði aðalmaður í stað Jóns Valgeirs Guðmundssonar og að Otti Rafn Sigmarsson verði varamaður í stað Björgvins Björgvinssonar. 

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
         
5.      Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerð 964. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 07.02.2025 er lögð fram til kynningar.
         
6.      Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerð 965. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18.02.2025 er lögð fram til kynningar.
         
7.      Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerð 966. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 19.02.2025 er lögð fram til kynningar.
         
8.      Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerð 967. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 20.02.2025 er lögð fram til kynningar.
         
9.      Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerð 968. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 21.02.2025 er lögð fram til kynningar.
         
10.      Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerð 969. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 24.02.2025 er lögð fram til kynningar.
         
11.      Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerð 970. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 25.02.2025 er lögð fram til kynningar.
         
12.      Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerð 971. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28.02.2025 er lögð fram til kynningar.
         
13.      Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014
    Til máls tóku: Ásrún og bæjarstjóri. 

Fundargerð 972. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 11.03.2025 er lögð fram til kynningar.
         
14.      Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2025 - 2502026
    Til máls tóku: Ásrún, Guðjón, Hallfríður, Sævar, Irmý, Gunnar Már og Hjálmar. 

Fundargerð 315. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 29.01.2025 er lögð fram til kynningar.
         
15.      Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2025 - 2502026
    Til máls tóku: Ásrún og Irmý. 

Fundargerð 316. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 18.03.2025 er lögð fram til kynningar.
         
16.      Bæjarráð Grindavíkur - 1677 - 2503001F 
    Til máls tóku: Ásrún, Gunnar Már, Guðjón, Hallfríður, Birgitta Rán og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
17.      Bæjarráð Grindavíkur - 1678 - 2503004F 
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
18.      Fundargerðir - Almannavarnanefnd Grindavíkur 2025 - 2503015
    Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri og Hjálmar 

Fundargerð 78. fundar Almannavarnanefndar Grindavíkur, dags 11. mars 2025, er lögð fram til kynningar.
         
19.      Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 87 - 2503002F 
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:40.


 


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarráð / 10. apríl 2025

Fundur 1680

Innviðanefnd / 26. mars 2025

Fundur 6

Bæjarstjórn / 25. mars 2025

Fundur 583

Bæjarráð / 11. mars 2025

Fundur 1678

Bæjarráð / 4. mars 2025

Fundur 1677

Bæjarstjórn / 26. febrúar 2025

Fundur 582

Bæjarráð / 18. febrúar 2025

Fundur 1676

Innviðanefnd / 17. febrúar 2025

Fundur 5

Bæjarstjórn / 28. janúar 2025

Fundur 581

Bæjarráð / 21. janúar 2025

Fundur 1675

Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. janúar 2025

Fundur 86

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júlí 2024

Fundur 82

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. maí 2024

Fundur 81

Afgreiðslunefnd byggingamála / 27. maí 2024

Fundur 80

Afgreiðslunefnd byggingamála / 18. apríl 2024

Fundur 79

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. nóvember 2024

Fundur 85

Afgreiðslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2024

Fundur 84

Afgreiðslunefnd byggingamála / 26. ágúst 2024

Fundur 83

Afgreiðslunefnd byggingamála / 8. júní 2023

Fundur 73

Afgreiðslunefnd byggingamála / 11. maí 2023

Fundur 72

Innviðanefnd / 16. desember 2024

Fundur 3

Innviðanefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 14. janúar 2025

Fundur 1674

Samfélagsnefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 7. janúar 2025

Fundur 1673

Bæjarstjórn / 17. desember 2024

Fundur 580

Samfélagsnefnd / 11. desember 2024

Fundur 3

Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bæjarráð / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bæjarráð

Innviðanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviðanefnd