Sértækur húsnæðisstuðningur vegna náttúruhamfara í Grindavík mun falla niður frá og með 31. mars næstkomandi og umsóknum um stuðninginn verður lokað frá þeim degi. Síðasta greiðsla fer fram 1. apríl næstkomandi vegna marsmánaðar.
Hver eru næstu skref fyrir leigjendur?
Til eru önnur úrræði fyrir leigjendur sem þurfa fjárhagslega aðstoð og eru leigjendur hvattir til að kanna rétt sinn og sækja um viðeigandi stuðning sem fyrst til að tryggja samfellu í greiðslum.
Húsnæðisbætur
Leigjendur sem þurfa áframhaldandi stuðning við leigugreiðslur geta sótt um húsnæðisbætur hjá HMS. Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem eru ætlaðar til að aðstoða tekju- og eignaminni leigjendur við leigugreiðslur. Mikilvægt er að sækja um sem fyrst til að tryggja samfellu í greiðslum.
Hér er reiknivél húsnæðisbóta HMS
Sérstakur húsnæðisstuðningur sveitarfélaga
Sveitarfélög veita viðbótarstuðning fyrir þá sem þurfa frekari fjárhagslega aðstoð við leigugreiðslur umfram hefðbundnar húsnæðisbætur.
Nýtt stuðningsúrræði fyrir tekju- og eignaminni heimili
Unnið er að nýju úrræði fyrir tekju- og eignaminni heimili sem áður þáðu sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavík. Gert er ráð fyrir að nánari útfærsla verði kynnt í lok mánaðarins og að þessi stuðningur verði í boði til áramóta.