Í gær tilkynnti ríkisstjórnin um framhald stuðningsaðgerða við Grindavíkinga. Þar er nefnt að vegna stuðnings við atvinnurekstur í bænum verði nú horft til þess að nýta almennari úrræði um opinberan stuðning við atvinnulíf gegnum Sóknaráætlun Suðurnesja. Sóknaráætlanir landshluta hafa í gegnum tíðina fengið það hlutverk að styðja við atvinnulíf á einstökum svæðum í tengslum við áföll á borð við snjóflóð eða skriðuföll og í tengslum við heimsfaraldur COVID-19. Gerður verður viðaukasamningur við Sóknaráætlun Suðurnesja um stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki í Grindavík.
Á vegum ráðuneyta, Byggðastofnunar og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum er unnið að nánari útfærslu á þessu fyrirkomulagi. Er þeirri vinnu hraðað eins og kostur er.