Við lýsum yfir miklum vonbrigðum með tilkynningu dagsins frá ríkisstjórn Íslands þar sem áformað er að stuðningsúrræði verði látin falla úr gildi með aðeins 12 daga fyrirvara án þess að vitað sé hvað tekur við. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar er ekki til þess fallin að bæta andlega heilsu Grindvíkinga sem liggur fyrir að er mjög slæm. Vitað er um marga fyrrum íbúa, lítil og meðalstór fyrirtæki sem munu lenda í vandræðum vegna áformanna.
Stjórn Járngerðar mun vinna að því að koma Grindvíkingum sem það kjósa til Grindavíkur sem allra fyrst. Fyrsta verkefnið er að fá hollvinasamningi Þórkötlu breytt þannig að leyft verði að gista enda höfum við enga vitneskju um að lög eða reglugerðir komi í veg fyrir það.
Stjórn Járngerðar treystir á góða samvinnu með bæjarstjórn Grindavíkur að lausn fyrir alla íbúa.
Það er mat stjórnar Járngerðar að þessum markmiðum verði náð með því að treysta Grindvíkingum fyrir sjálfum sér og Grindavík.
Stjórn Járngerðar