Verktakar og birgjar sameinast um stuđning viđ Knattspyrnudeild UMFG

  • Fréttir
  • 18. mars 2025

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur fengið öflugan bakhjarl. Verktakar sem hafa unnið við gerð varnargarða við Grindavík og Svartsengi frá nóvember 2023 hafa tekið höndum saman og verða aðalstyrktaraðili deildarinnar. Jafnframt hafa helstu birgjar þeirra gengið til liðs við verkefnið, sem er einstakt dæmi um samhug og samstöðu í kjölfar þeirra áskorana sem Grindvíkingar hafa staðið frammi fyrir.

Þetta kemur fram á Facebook síðu knattspyrnudeildar UMFG. 

"Eftir náttúruhamfarirnar missti Knattspyrnudeild UMFG marga hafa sínum helstu styrktaraðilum, þar sem þeir voru flestir staðsettir í Grindavík og urðu fyrir jafn miklum áhrifum og félagið sjálft. Í ljósi þess ákváðu eftirfarandi verktakar og birgjar að sameinast um að styðja við endurreisn félagsins og tryggja áframhaldandi starfsemi deildarinnar:
▪️ Ístak hf.
▪️ Íslenskir Aðalverktakar hf.
▪️ Sveinsverk ehf.
▪️ Ingileifur Jónsson ehf.
▪️ Fossvogur
▪️ Hefilverk ehf.
▪️ Skeljungur
▪️ Klettur
▪️ Kraftvélar
▪️ Armar ehf.
▪️ Berg Verktakar ehf.

Samstarfið hefur verið tákngert með sérstöku lógói sem vísar í form varnargarðanna og bókstafinn „G“ fyrir Grindavík, sem undirstrikar sterk tengsl þessara aðila við samfélagið. Hönnunarstofan Kolofon og Baldur Kristjánsson ljósmyndari lögðu einnig hönd á plóg með hönnun merkisins og myndatöku.
Ný treyja félagsins var frumsýnd á Kótilettukvöld deildarinnar um síðustu helgi þar sem Guðni Th. Jóhannesson, fv. forseti, frumsýndi treyjuna.
Við erum óendanlega þakklát fyrir þennan stuðning og hlökkum til komandi leiktíðar! 
Áfram Grindavík! 💛💙"

Varnargarðsmenn við Grindavík hlutu afgerandi kosningu í vali á manni ársins á Vísi og Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í lok síðasta árs. Varnargarðsmennirnir, höfðu staðið vaktina nótt sem dag á hættusvæði í námunda við endurtekin eldgos nærri Grindavík með það fyrir augum að verja heimili og fyrirtæki í Grindavík og mikilvæga innviði á svæðinu. Myndbönd af gröfumönnum á flótta undan flæðandi hrauni vöktu t.a.m. heimsathygli.

Mynd: Facebooksíða knattspyrnudeildar UMFG


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. apríl 2025

Opnunartími sundlaugarinnar um páskana

Fréttir / 16. apríl 2025

Ţurfum ađ fá heimild til ađ gista heima

Fréttir / 16. apríl 2025

„Viđ förum aftur heim“

Fréttir / 11. apríl 2025

Ný stuđningsúrrćđi fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 4. apríl 2025

Gefđu von

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík