„Viđ erum stađráđin í ađ finna bestu lausnirnar fyrir Grindavík“

  • Fréttir
  • 17. mars 2025

Annar þáttur hlaðvarpsins Góðan daginn Grindvíkingur er kominn í loftið. Í þættinum ræða Örn Viðar Skúlason framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Þórkötlu og Dagný Lísa Davíðsdóttir fjármálastjóri félagsins um starfsemi félagsins.

Fasteignafélagið Þórkatla hefur leikið lykilhlutverk í að skapa Grindvíkingum fjárhagslegt svigrúm í kjölfar hamfara en um leið hvílir mikil ábyrgð á félaginu að tryggja búsetur í Grindavík til frambúðar. Í viðtalinu kemur fram að markmiðið hefur verið skýrt frá byrjun, þ.e. að tryggja Grindvíkingum valkosti og um leið leggja grunninn að enduruppbyggingu Grindavíkur.

Stórt og umfangsmikið verkefni

Fasteignafélagið Þórkatla hefur frá því félagði var stofnað keypt um 940 fasteignir í Grindavík og sér í dag um viðhald og rekstur þeirra. Þórkatla gæti eignast alls um 1000 fasteignir. Félagið gegnir því stóru hlutverki í mótun bæjarins til framtíðar.

Sem eigandi af þessum fjölda fasteigna hefur Þórkatla haft mikil áhrif á fasteignamarkaðinn í Grindavík. Þau Örn Viðar og Dagný Lísa segja að verkefnið hafi gengið vel fyrir sig og krafist náins samstarfs við íbúa, lánastofnanir og stjórnvöld. Þau segja að markmið félagsins sé að stuðla að öruggri og sjálfbærri framtíð í Grindavík.

Hollvinasamningar tengja Grindvíkinga við Grindavík

Til að viðhalda tengingu Grindvíkinga við húsnæðið sem selt var í Grindavík hefur Þórkatla gert 85 hollvinasamninga, en alls hafa félaginu borist tæplega 100 umsóknir. Þessir samningar veita fyrrum eigendum möguleika á að hafa umsjón með eignunum sínum, geyma lausafé og sinna viðhaldi. Þau Örn Viðar og Dagný Lísa segja að þessu fyrirkomulagi hafi verið vel tekið af þeim sem vilja halda tengslum við bæinn á meðan staðan er eins og hún er.

Þórkatla tryggir viðhald eigna og umhverfis

Í vitalinu kemur m.a. fram hvernig Þórkatla sinnir viðhaldi og eftirliti með eignum sínum í Grindavík. Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana til að koma í veg fyrir skemmdir og fleiri séu til skoðunar. Félagið er með fjóra starfsmenn í fullu starfi í Grindavík sem sinna viðhaldi fasteigna og tryggja að eignirnar séu í sem bestu ástandi. "Markmiðið er að eignirnar haldist í sem bestum gæðum svo þær geti aftur komist í hendur eigenda eða nýrra kaupenda þegar þær verða seldar," útskýrir Örn Viðar.

Kallað eftir skýrari framtíðarsýn frá íbúum

Þórkatla hefur nýlega sent út skoðanakönnun meðal Grindvíkinga til að meta hug þeirra til endurkomu í bæinn. Forsvarsmenn félagsins segja að vilji til enduruppbyggingar sé greinilegur meðal íbúa, en jafnframt sé ljóst að óvissan um framtíð bæjarins geri ákvörðunartöku erfiða fyrir marga. „Við skiljum að þetta eru erfiðar ákvarðanir fyrir Grindvíkinga og því viljum við vinna þetta ferli í góðu samstarfi við þá,“ segir Dagný Lísa.

Samráð og samtal lykillinn að farsælli lausn

Þórkatla leggur áherslu á opið samtal við Grindvíkinga og hagsmunaaðila í Grindavík. Félagið segir að allar ákvarðanir verði teknar í ljósi aðstæðna hverju sinni og með það að markmiði að styðja Grindvíkinga í næstu skrefum. „Við erum staðráðin í að finna bestu lausnirnar fyrir Grindavík og Grindvíkinga og við hlökkum til að vinna áfram að uppbyggingu bæjarins,“ segir Örn Viðar.

Hlustaðu á þáttinn hér.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. apríl 2025

Opnunartími sundlaugarinnar um páskana

Fréttir / 16. apríl 2025

Ţurfum ađ fá heimild til ađ gista heima

Fréttir / 16. apríl 2025

„Viđ förum aftur heim“

Fréttir / 11. apríl 2025

Ný stuđningsúrrćđi fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 4. apríl 2025

Gefđu von

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík