Kćru Grindvíkingar og félagsmenn Járngerđar

  • Fréttir
  • 14. mars 2025

Við viljum þakka öllum sem mættu á kynningarfund samtakanna laugardaginn 8. mars, bæði í eigin persónu og í streymi. Það var frábært að sjá þann mikla áhuga sem er á framtíð Grindavíkur og finna kraftinn í samfélaginu okkar.

Það er augljóst að viljinn til að hefja uppbyggingu er sterkur, og saman getum við haft áhrif. Þátttaka íbúa í endurreisninni er lykilatriði – og samstaða okkar skiptir sköpum.

  Stjórnin hefur nú þegar hafist handa við vinnu er varðar forgangsverkefni samtakanna sem kynnt voru á kynningar fundinum.

📌 Vertu með í Járngerði
Ársgjald samtakanna er 3.000 krónur. Þeir sem vilja ganga í félagið geta sent tölvupóst á jarngerdur@hotmail.com með nafni, kennitölu og netfangi. Einnig er hægt að skrá sig á póstlista til að fá reglulegar upplýsingar um starfsemina.

Ársgjöldin fara í rekstur samtakanna, s.s. fundarkaffi, fræðslu, aðkeypta þjónustu og annan tilfallandi kostnað.

Samkvæmt reglum samtakanna verða eignir þeirra látnar renna til góðgerðarmála við slit, og hvorki félagsmenn né stjórnarmenn hagnast fjárhagslega á starfseminni.

Við hlökkum til að vinna með ykkur að endurreisn Grindavíkur og stefnum við að því að halda annan fund samtakanna fljótlega, hann verður auglýstur síðar.

Með kærri kveðju,
Stjórn Járngerðar

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. apríl 2025

Opnunartími sundlaugarinnar um páskana

Fréttir / 16. apríl 2025

Ţurfum ađ fá heimild til ađ gista heima

Fréttir / 16. apríl 2025

„Viđ förum aftur heim“

Fréttir / 11. apríl 2025

Ný stuđningsúrrćđi fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 4. apríl 2025

Gefđu von

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík