Fundur 1678

  • Bæjarráð
  • 11. mars 2025

1678. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 11. mars 2025 og hófst hann kl. 14:00.


Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður,
Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi,
Sævar Þór Birgisson, varaformaður. 

Einnig sátu fundinn:
Fannar Jónasson, bæjarstjóri,
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs,
Guðjón Bragason, lögfræðingur. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskar formaður eftir heimild að setja eftirfarandi mál á dagskrá með afbrigðum sem 4. mál: 

2402011 AUGLÝSING um ákvörðun innviðaráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar Grindavíkurbæjar og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélagsins. 

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.      Breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga - 2501021
    Lagt fram minnisblað, dags. 7. mars sl. ásamt drögum að umsögn um frumvarpið. 

Bæjarstjóra er falið að ljúka gerð umsagnar um málið í samræmi við umræður á fundinum.
         
2.      Sértækur húsnæðisstuðningur - 2503006
    Að óbreyttu mun sértækur húsnæðisstuðningur ríkisins falla niður um næstu mánaðamót. 

Bæjarráð lýsir áhyggjum af því að ekki er enn komin niðurstaða í málið. 

Fyrir liggur að skammur tími er til stefnu að móta breytingar á úrræðinu og ljóst að margir lendi í fjárhagsvandræðum ef ekkert verður aðhafst.
         
3.      Umsjón með knattspyrnuvöllum sumarið 2025 - 2501031
    Með vísan í ákvörðun bæjarstjórnar, á síðasta bæjarstjórnarfundi, er óskað eftir viðauka að upphæð kr. 5.000.000 sem fjármagnaður verði með lækkun á öðrum tilgreindum rekstareiningum á frístunda- og menningarsviði. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
         
4.      Sala á fasteigninni Vesturbraut 16 í Grindavíkurbæ - 2503007
    Með tölvupósti þann 06.03.2025 var Grindavíkurbæ tilkynnt um aðilaskipti á fasteigninni Vesturbraut 16, 240 Grindavíkurbæ. Fastanúmer: 2092473. Landeignarnúmer: 129069. Samkvæmt afsali sem lá frammi á fundinum er Ingólfur Einarsson seljandi eignarinnar og Fasteignafélagið Þórkatla kaupandi. Eignin er lögbýli og því þarf að tilkynna aðilaskipti að henni til sveitarstjórnar skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
         
5.      AUGLÝSING um ákvörðun innviðaráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar Grindavíkurbæjar og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélagsins. - 2402011
    Gildistími auglýsingar innviðaráðherra nr. 1278/2024 er til 15. mars. Í auglýsingunni er bæjarstjórn Grindavíkurbæjar heimilað að taka ákvarðanir sem fela í sér eftirfarandi frávik frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga og samþykktar um stjórn og fundarsköp sveitar¬félagsins: 
1. Að fundir bæjarstjórnar verði haldnir á öðrum stað en mælt er fyrir í samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins og að fundir bæjarstjórnar, bæjarráðs og fastanefnda verði haldnir fyrir utan sveitarfélagið. 
2. Að nefndarmenn taki þátt í fundum sveitarfélagsins með rafrænum hætti þrátt fyrir að vera ekki staddir í sveitarfélaginu eða í erindagjörðum innan lands á vegum þess. 

Bæjarráð telur mikilvægt að þessar heimildir verði áfram í gildi þar til náttúruhamförum lýkur og felur bæjarstjóra að tryggja að svo verði gert. Meginregla verður þó áfram að fundir bæjarstjórnar og fastanefnda verði haldnir í Grindavík, eins og verið hefur undanfarna mánuði.
         
6.      Útleiga á íbúðum í eigu Grindavíkurbæjar. - 2503013
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
         


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00.


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarstjórn / 25. mars 2025

Fundur 583

Bæjarráð / 11. mars 2025

Fundur 1678

Bæjarráð / 4. mars 2025

Fundur 1677

Bæjarstjórn / 26. febrúar 2025

Fundur 582

Bæjarráð / 18. febrúar 2025

Fundur 1676

Innviðanefnd / 17. febrúar 2025

Fundur 5

Bæjarstjórn / 28. janúar 2025

Fundur 581

Bæjarráð / 21. janúar 2025

Fundur 1675

Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. janúar 2025

Fundur 86

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júlí 2024

Fundur 82

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. maí 2024

Fundur 81

Afgreiðslunefnd byggingamála / 27. maí 2024

Fundur 80

Afgreiðslunefnd byggingamála / 18. apríl 2024

Fundur 79

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. nóvember 2024

Fundur 85

Afgreiðslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2024

Fundur 84

Afgreiðslunefnd byggingamála / 26. ágúst 2024

Fundur 83

Afgreiðslunefnd byggingamála / 8. júní 2023

Fundur 73

Afgreiðslunefnd byggingamála / 11. maí 2023

Fundur 72

Innviðanefnd / 16. desember 2024

Fundur 3

Innviðanefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 14. janúar 2025

Fundur 1674

Samfélagsnefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 7. janúar 2025

Fundur 1673

Bæjarstjórn / 17. desember 2024

Fundur 580

Samfélagsnefnd / 11. desember 2024

Fundur 3

Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bæjarráð / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bæjarráð

Innviðanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviðanefnd

Bæjarráð / 5. nóvember 2024

Fundur 1669

Bæjarstjórn / 29. október 2024

Fundur 578