Vonast til ađ vinna betur ađ úrrćđum til ađ tryggja endurkomu Grindvíkinga

  • Fréttir
  • 11. mars 2025

Til stendur að senda út íbúakönnun á Grindvíkinga núna í mars. Könnunin er á vegum Fasteignafélagsins Þórkötlu og er rannsóknarfyrirtækið Prósent framkvæmdaraðili.  Þetta kemur fram á vef Þórkötlu. 

Fram kemur í fréttinni að það sé yfirlýst markmið Þórkötlu að vinna marvisst að enduruppbyggingu Grindavíkur um leið og aðstæður leyfa. Með úrvinnslu þeirra svara sem berast vonast Þórkatla til að geta unnið betur að úrræðum sem tryggja endurkomu sem flestra Grindvíkinga.

Grindvíkingar eru hvattir til að taka þátt í könnuninni en markmiðið er að kanna hug Grindvíkinga til framtíðar búsetuáforma og ánægju með þjónustu Þórkötlu við viðskiptavini.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. mars 2025

Open house

Fréttir / 26. febrúar 2025

Ađalfundur Grindavík Experience

Fréttir / 24. febrúar 2025

Hér er íbúakönnun Maskínu

Fréttir / 20. febrúar 2025

Sundlaugin opin á laugardögum og mánudögum