Fundur 1677

  • Bæjarráð
  • 5. mars 2025

1677. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 4. mars 2025 og hófst hann kl. 14:00.


Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður,
Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi,
Sævar Þór Birgisson, varaformaður. 

Einnig sátu fundinn:
Fannar Jónasson, bæjarstjóri,
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.      Hættusvæði og hættumatskort vegna jarðhræringa - 2502049
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Eigna- og veitustjóri Grindavíkurbæjar, skipulagsfulltrúi, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs (Teams), Guðjón Bragason, lögfræðingur (Teams) og Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, bæjarfulltrúi. Frá Veðurstofu Íslands: Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár, Bergrún Arna Óladóttir, sérfræðingur á sviði eldfjallafræði og Hrafnhildur Valdimarsdóttir, skrifstofustjóri. 

Fulltrúar Veðurstofunnar kynntu stöðuna og þá aðferðafræði sem þau nota við gerð hættumatskorta. 


         
2.      Vatnsmóttökustöð Klifhólabrunnur - 2502042
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Eigna- og veitustjóri Grindavíkurbæjar, skipulagsfulltrúi og Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs (Teams). 

Lagt fram minnisblað um byggingu vatnsmóttökustöðvar við Grindavíkurveg, dags. 26.02.2025. 

Bæjarráð samþykkir tilhögun verkefnisins eins og henni er lýst í minnisblaðinu.
         
3.      Fyrirspurn NTÍ um skipulagsmál í Grindavíkurbæ - 2502039
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Eigna- og veitustjóri Grindavíkurbæjar, skipulagsfulltrúi, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs (Teams) og Guðjón Bragason, lögfræðingur (Teams). 

Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur komið að tjónamati og unnið að afgreiðslu fjölda bótamála vegna skemmda á húseignum innan bæjarmarkanna í samræmi við gildandi lög og reglur þar að lútandi. Af því tilefni óskar NTÍ eftir skriflegri afstöðu Grindavíkurbæjar til ákveðinna atriða. 

Lögð fram drög að svari til NTÍ. 
         
4.      Hugmynd að stoppistað fyrir ferðamenn - 2503001
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Eigna- og veitustjóri Grindavíkurbæjar, skipulagsfulltrúi og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs (Teams). 

Bæjarráð felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
         
5.      Samningur um stuðning við Björgunarsveitina Þorbjörn 2025 - 2502045
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. 

Slysavarnadeildin Þorbjörn óskar eftir sambærilegu framlagi til reksturs sveitarinnar og árið 2024. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að vinna málið áfram.
         
6.      Sala á fasteigninni Bjarmalandi í Grindavíkurbæ - 2502047
    Með tölvupósti þann 25.02.2025 var Grindavíkurbæ tilkynnt um aðilaskipti á fasteigninni Bjarmalandi, 241 Grindavíkurbæ. Fastanúmer: 2092733. Landeignarnúmer: 129167. Samkvæmt afsali sem lá frammi á fundinum eru Ómar Davíð Ólafsson og Berglind Benónýsdóttir seljendur seljandi eignarinnar og Fasteignafélagið Þórkatla kaupandi. Eignin er lögbýli og því þarf að tilkynna aðilaskipti að henni til sveitarstjórnar skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
         
7.      Sala á fasteigninni Vík í Grindavíkurbæ - 2502048
    Með tölvupósti þann 26.02.2025 var Grindavíkurbæ tilkynnt um aðilaskipti á fasteigninni Vík, 241 Grindavíkurbæ. Fastanúmer: 2092711. Landeignarnúmer: 129161. Samkvæmt afsali sem lá frammi á fundinum eru Heiðar Guðmundsson og Særún Lind Barnes seljendur seljandi eignarinnar og Fasteignafélagið Þórkatla kaupandi. Eignin er lögbýli og því þarf að tilkynna aðilaskipti að henni til sveitarstjórnar skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
         


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:10.


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarstjórn / 25. mars 2025

Fundur 583

Bæjarráð / 11. mars 2025

Fundur 1678

Bæjarráð / 4. mars 2025

Fundur 1677

Bæjarstjórn / 26. febrúar 2025

Fundur 582

Bæjarráð / 18. febrúar 2025

Fundur 1676

Innviðanefnd / 17. febrúar 2025

Fundur 5

Bæjarstjórn / 28. janúar 2025

Fundur 581

Bæjarráð / 21. janúar 2025

Fundur 1675

Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. janúar 2025

Fundur 86

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júlí 2024

Fundur 82

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. maí 2024

Fundur 81

Afgreiðslunefnd byggingamála / 27. maí 2024

Fundur 80

Afgreiðslunefnd byggingamála / 18. apríl 2024

Fundur 79

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. nóvember 2024

Fundur 85

Afgreiðslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2024

Fundur 84

Afgreiðslunefnd byggingamála / 26. ágúst 2024

Fundur 83

Afgreiðslunefnd byggingamála / 8. júní 2023

Fundur 73

Afgreiðslunefnd byggingamála / 11. maí 2023

Fundur 72

Innviðanefnd / 16. desember 2024

Fundur 3

Innviðanefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 14. janúar 2025

Fundur 1674

Samfélagsnefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 7. janúar 2025

Fundur 1673

Bæjarstjórn / 17. desember 2024

Fundur 580

Samfélagsnefnd / 11. desember 2024

Fundur 3

Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bæjarráð / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bæjarráð

Innviðanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviðanefnd

Bæjarráð / 5. nóvember 2024

Fundur 1669

Bæjarstjórn / 29. október 2024

Fundur 578