Góðan daginn Grindvíkingur, hlaðvarp Grindvíkinga er komið aftur í loftið eftir smá hlé. Í fyrsta þætti þessa árs ræðir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, m.a. um uppvöxt sinn í Grindavík, hvernig samfélagið mótaði hana og lagði grunninn að hennar lífsviðhorfi og starfsvettvangi sem kennari og síðar bæjarfulltrúi. Þá ræðir hún stöðuna í Grindavík í dag og hennar framtíðarsýn.
Ásrún ræðir m.a. um þá áherslu sem hún hefur lagt á mannlega þáttinn í sínum störfum. Þá fjallar hún um samstöðu Grindvíkinga og mikilvægi þess að hlusta á raddir Grindvíkinga í ákvarðanatöku sem snertir þá sjálfa og uppbyggingu í bænum.
Hlaðvarpið Góðan daginn Grindvíkingur er hlaðvarp Grindvíkinga á vegum Grindavíkurbæjar. Ætlunin er að taka viðtöl við einstaklinga sem hafa frá áhugaverðum og fróðlegum hlutum að segja – hvort sem um ræðir sögur frá liðnum áratugum, verkefni dagsins í dag eða hugmyndir um framtíð Grindavíkur. Markmiðið er að hlaðvarpið verði vettvangur þar sem Grindvíkingar, hvar sem við erum, getum haldið tengslum og deilt reynslu okkar.
Viðtalið er nú aðgengilegt á helstu hlaðvarpsveitum.
Hlustaðu á þáttinn hér.