Kynningarfundur Járngerðar, nýstofnaðra hagsmunasamtaka um uppbyggingu og framtíð Grindavíkur, verður haldinn laugardaginn 8. mars kl. 11:00 í Gjánni
Markmið samtakanna eru skýr og miða að því að vinna markvisst að endurreisn Grindavíkur og að Grindvíkingar fái að taka þátt í ákvörðunum um framtíð Grindavíkur.
Kynningarfundurinn verður haldinn eins og fyrr segir í Gjánni laugardaginn 8. mars kl. 11. Þar verður stjórn Járngerðar kynnt og farið yfir helstu áherslur samtakanna. Einnig gefst færi á umræðum um málefnið, sem við teljum afar mikilvægt.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga og trú á uppbyggingu Grindavíkur til að mæta á fundinn og að slást í hópinn.
Í krafti fjöldans og með markvissum hætti náum við markmiðum okkar.
Með bestu kveðju,
stjórn Járngerðar