582. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 25. febrúar 2025 og hófst hann kl. 14:00.
Fundinn sátu: Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður, Sævar Þór Birgisson, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri, Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Guðjón Bragason, lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
1. Jarðskjálftar, landris og eldgos í Grindavík 2024 - 2401118
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Hallfríður, Gunnar Már, Birgitta Rán, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar, Guðjón, Birgitta Hrund og Sævar.
Bæjarstjórn Grindavíkur hefur ákveðið að bæjarskrifstofur sveitarfélagsins flytji alfarið úr Tollhúsinu heim til Grindavíkur.
Bæjarstjórn telur þessar breytingar vera gott skref til stuðnings við uppbyggingu í Grindavík. Grindavíkursamfélagið er sterkt og metnaðarfullt um uppbyggingu bæjarfélagsins, við erum meðvituð um stöðuna en hugsum vongóð heim.
Bæjarskrifstofunar munu opna mánudaginn 10. mars. Verið velkomin!
2. Umsjón með knattspyrnuvöllum sumarið 2025 - 2501031
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Sævar og Hallfríður.
Lagt fram uppfært tilboð frá Golfklúbbi Grindavíkur í umhirðu knattspyrnuvalla Grindavíkurbæjar sumarið 2025.
Tilboðið hljóðar upp á kr. 15.000.000.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tilboðið.
3. Fundargerðir 2025 - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - 2501030
Til máls tóku: Ásrún, Hjálmar, Hallfríður, Birgitta Rán, bæjarstjóri og Gunnar Már. Fundargerð 809. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 12.02.2025 er lögð fram til kynningar.
4. Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014
Til máls tóku: Ásrún og bæjarstjóri.
Fundargerð 961. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 17.01.2025 er lögð fram til kynningar.
5. Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerð 962. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 22.01.2025 er lögð fram til kynningar.
6. Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerð 963. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 31.01.2025 er lögð fram til kynningar.
7. Bæjarráð Grindavíkur - 1676 - 2502002F
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Rán, Hjálmar, Gunnar Már, Sævar, Hallfríður, Birgitta Hrund, Guðjón, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og bæjarstjóri.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
8. Innviðanefnd - 5 - 2502001F
Til máls tóku: Ásrún, Hjálmar, Guðjón, Gunnar Már, Hallfríður og bæjarstjóri.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
9. Samfélagsnefnd - 5 - 2502003F
Til máls tóku: Ásrún og Hallfríður.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 15:45.