Fundur 5

  • Innviðanefnd
  • 18. febrúar 2025

5. fundur innviðanefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 17. febrúar 2025 og hófst hann kl. 15:00.


Fundinn sátu:
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, varaformaður,
Hjálmar Hallgrímsson, formaður,
Unnar Á. Magnússon, aðalmaður,
Páll Jóhann Pálsson, áheyrnarfulltrúi. 

Einnig sátu fundinn:
Sigurður A Kristmundsson, hafnarstjóri,
Sigurður Rúnar Karlsson, veitustjóri,
Elísabet Bjarnadóttir, sérfræðingur skipulags- og umhverfissviðs,
Guðjón Bragason, Lögfræðingur. 

Fundargerð ritaði:  Elísabet Bjarnadóttir, Skipulagsfulltrúi.

Dagskrá:

1.      Bláa lónið - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi, bílastæði - 2502022
    Fyrir hönd Eldvarpa ehf. sækir Eva Dís Þórðardóttir um breytingu á deiliskipulagi Heilsu- og ferðaþjónustu við Bláa lónið. Breytingin hefur áhrif á breytingu sem samþykkt var 11.06.2024. Nýrunnið hraun hefur hindrað uppbyggingu þjónustuhúss og eytt þáverandi bílastæði. Sótt er um að stækka deiliskipulagsmörkin og gerð grein fyrir nýju bílaplani ásamt umferðartengingum við það. Samhliða er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir ofangreindar framkvæmdir. Samþykki landeigenda er til staðar. 

Innviðanefnd samþykkir að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og fara skuli með breytinguna skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin skerðir í engu hagsmuni nágranna. 

Í samræmi við 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Skipulagfulltrúa er falið að afgreiða deiliskipulagstillöguna í samræmi við skipulagslög. 

Innviðanefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi: Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar. 
         
2.      Umsókn um breytingu á skráningu lóðar - 2501024
    Fyrir hönd Þorbjarnar hf. sækir Daði Hrannar Aðalsteinsson um breytingu á lóð Hafnargötu 20-22, L128689. Verið er að sækja um að lóðinni verði skipt í tvennt, Hafnargötu 20 og Hafnargötu 22 skv. fylgigögnum. Verið er að vinna í merkjalýsingu. 

Innviðanefnd samþykkir lóðabreytinguna með því skilyrði að mastur fyrir innsiglingamerki, sem nú þegar er til staðar á lóðinni, verði sett inn á lóðarblað sem kvöð. 

Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. 2. gr. í viðauka 1.1. í bæjarmálasamþykkt. 
         
3.      Umsókn um nýskráningu lóðar - Vatnsveita við Grindavíkurveg - 2502030
    Fyrir hönd Grindavíkurbæjar sækir Sigurður Rúnar Karlsson eigna- og veitustjóri um að stofnuð verði ný lóð fyrir vatnsveitubrunn við Grindavíkurveg skv. hjálögðum gögnum. Lóðablað er í vinnslu hjá VSS. 

Innviðanefnd samþykkir áform um stofnun lóðar með fyrirvara um að leyfi veghaldara liggi fyrir skv. 1. mgr. 32. gr. Vegalaga nr. 80/2007. 

Í samræmi við 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Skipulagfulltrúa er falið að stofna lóð upp úr landi Grindavíkurbæjar L129200 í samræmi við skipulagslög. 


         
4.      Bláa lónið - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir bílaplani - 2502031
    Fyrir hönd Eldvarpa ehf. óskar Eva Dís Þórðardóttir eftir framkvæmdarleyfi fyrir nýtt bílastæði innan varnargarða fyrir Bláa Lónið ásamt vegtengingum. Framkvæmdin nær yfir fleiri lóðir sjá óverulega breytingu á deiliskipulagi sem send var inn.Samhliða er verið að vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi. 

Innviðanefnd samþykkir beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir nýtt bílastæði ásamt vegtengingum. 

Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. 2.gr. í viðauka 1.1. í bæjarmálasamþykkt. Skipulagsfulltrúa er gert að gefa út framkvæmdarleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga sem gildir í 6 mánuði á forsendum lýsingar og þess að undanþága fáist. Sækja skal um framlengingu ef nauðsyn krefur. 
         
5.      Umsókn um framkvæmdaleyfi - veitur - 2502033
    Fyrir hönd Grindavíkurbæjar sækir Sigurður Rúnar Karlsson eigna- og veitustjóri um framkvæmdaleyfi fyrir endurlagningu stofnlagna í Efrahópi 16-31. Lögð verður raf-, vatns-, hita- og fráveita. Lagnaleið er hönnuð þannig að fráveitulögn ræður lagnaleið til að tryggja sjálfrennsli. Endurleggja þarf stofnlagnir í Efrahópi eftir að hraun rann yfir þær og tjónaði. Horft verður til þess að hrófla ekki við hraunkannti eða húsarústum. Óskað er eftir að kvaðir séu settar inn á lóðablöð og skipulagi breytt í samræmi við það. 

Innviðanefnd samþykkir beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir endurlagningu stofnlagna. Starfsmönnum skipulags- og umhverfissviðs falið að ræða við lóðarhafa um framkvæmdina. 

Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. 2. gr. í viðauka 1.1. í bæjarmálasamþykkt. Skipulagsfulltrúa er gert að gefa út framkvæmdarleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga sem gildir í 6 mánuði á forsendum lýsingar og þess að undanþága fáist. Sækja skal um framlengingu ef nauðsyn krefur. 
         
6.      Umsókn um framkvæmdaleyfi - Vöktunarholur á Reykjanesi - 2502016
    Fyrir hönd Samherja fiskeldis sækir Bryndís Skúladóttir hjá VSÓ um framkvæmdaleyfi fyrir borun á vöktunarholum í tengslum við nýtingu vatns í fyrirhuguðum Eldisgarði. Önnur holan er inni á deiliskipulögðu landi en hin ekki. Landið er í eigu ríkisins. Greinagerð er í fylgiskjali. 

Innviðanefnd samþykkir beiðni um framkvæmdaleyfi með fyrirvara um að öll gögn og leyfi séu til staðar. 

Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. 2.gr. í viðauka 1.1. í bæjarmálasamþykkt. Skipulagsfulltrúa er gert að afgreiða málið og í framhaldi gefa út framkvæmdarleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga sem gildir í 6 mánuði á forsendum lýsingar og þess að undanþága fáist. Sækja skal um framlengingu ef nauðsyn krefur. 
         
7.      Mat á vernd húsa - 2412018
    Á fundi bæjarstjórnar nr. 581 var óskað eftir afstöðu stjórnar á niðurrifum nokkurra eigna. Samþykkt var að gefa mætti leyfi fyrir áformum niðurrifa fyrir nefndar eignir nema Salthúsið, fyrst þyrfti að leggja fram grófa kostnaðaráætlun fyrir varðveislu hússins. Lögð er fram gróf kostnaðaráætlun gerð af VSS ásamt minnisblaði lögfræðings bæjarins. 

Lagt fram. 

         
8.      Endurskoðun Svæðisskipulags Suðurnesja - 2303004
    Kynning Svæðisskipulags Suðurnesja 2024-2040, mál nr. 1374/2024 á Skipulagsgátt, lauk 24. janúar síðastliðinn. Þar komu umsagnir sem verða kynntar. Bent er á samantekt um efni umsagna dags. 14.2.2025. 

Lagt fram.
         
9.      Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2025 - 2502013
    Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 6.12.2024 og 24.01.2025, lagðar fram til kynningar. 

Lagt fram.
         


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40.


 


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarráð / 10. apríl 2025

Fundur 1680

Innviðanefnd / 26. mars 2025

Fundur 6

Bæjarstjórn / 25. mars 2025

Fundur 583

Bæjarráð / 11. mars 2025

Fundur 1678

Bæjarráð / 4. mars 2025

Fundur 1677

Bæjarstjórn / 26. febrúar 2025

Fundur 582

Bæjarráð / 18. febrúar 2025

Fundur 1676

Innviðanefnd / 17. febrúar 2025

Fundur 5

Bæjarstjórn / 28. janúar 2025

Fundur 581

Bæjarráð / 21. janúar 2025

Fundur 1675

Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. janúar 2025

Fundur 86

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júlí 2024

Fundur 82

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. maí 2024

Fundur 81

Afgreiðslunefnd byggingamála / 27. maí 2024

Fundur 80

Afgreiðslunefnd byggingamála / 18. apríl 2024

Fundur 79

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. nóvember 2024

Fundur 85

Afgreiðslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2024

Fundur 84

Afgreiðslunefnd byggingamála / 26. ágúst 2024

Fundur 83

Afgreiðslunefnd byggingamála / 8. júní 2023

Fundur 73

Afgreiðslunefnd byggingamála / 11. maí 2023

Fundur 72

Innviðanefnd / 16. desember 2024

Fundur 3

Innviðanefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 14. janúar 2025

Fundur 1674

Samfélagsnefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 7. janúar 2025

Fundur 1673

Bæjarstjórn / 17. desember 2024

Fundur 580

Samfélagsnefnd / 11. desember 2024

Fundur 3

Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bæjarráð / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bæjarráð

Innviðanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviðanefnd