Fermingargjöfin kveikti áhugann á ljósmyndun

  • Fréttir
  • 17. febrúar 2025

Grindvíkingurinn Eyjólfur Vilbergsson er mikill áhugamaður um ljósmyndun. Í gegnum tíðina hefur hann aðallega ljósmyndað fugla og báta. Eyjólfur heldur úti vefsíðu þar sem hægt er að skoða fjölmargar myndir sem hann hefur tekið. Þar eru líka albúm þar sem finna má einstaklega fallegar myndir af náttúrunni, bæði hér á Reykjanesskaganum og víðar um landið.

Myndirnar eru einstaklega fallegar en búnaðurinn sem Eyjólfur notar er líka vandaður, bæði myndavélar og linsur. 

En hvenær byrjaði áhuginn á ljósmyndun?

„Ég fékk myndavél í fermingargjöf 20. maí 1962, það eiginleg byrjaði þá en kom svo langt hlé þar til stafrænu myndavélarnar komu."  Eyjólfur bjó að Heiðarhrauni 16 í Grindavík í um 50 ár þar sem hann og eiginkona hans, Katrín Þorsteinsdóttir (d. 2018) ólu upp dætur sínar tvær, þær Ragnheiði og Guðrúnu Vilborgu.

Fallegi garðurinn þeirra var greinilega mjög aðlaðandi fyrir fugla enda gróinn með háum trjám. Eyjólfur segir að 55 mismunandi tegundir hafi komið í garðinn til hans við Heiðarhraun í gegnum tíðina. En sjálfur hafi hann séð 278 fuglategundir. Sjón er sögu ríkari en hér má finna myndasafn Eyjólfs. 

Eyjólfur ásamt bræðrum sínum þeim Gunnari og Theodóri fyrir utan heimilið sitt til 54 ára, að Heiðarhrauni 16. Myndina tók dóttir hans Ragnheiður þegar unnið var að því að tæma húsin fyrir afhendingu þeirra til fasteignafélagsins Þórkötlu. 

Eitt af mörgum mögnuðu augnablikum sem Eyjólfur hefur náð að fanga í gegnum ljósmyndalinsuna. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. apríl 2025

Opnunartími sundlaugarinnar um páskana

Fréttir / 16. apríl 2025

Ţurfum ađ fá heimild til ađ gista heima

Fréttir / 16. apríl 2025

„Viđ förum aftur heim“

Fréttir / 11. apríl 2025

Ný stuđningsúrrćđi fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 4. apríl 2025

Gefđu von

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík