Vel heppnuđ vinnustofa um sóknaráćtlun

  • Fréttir
  • 10. febrúar 2025

Síðastliðinn föstudag var opin vinnustofa fyrir íbúa á Suðurnesjum til að koma með ýmsar hugmyndir að verkefnum sem gætu passað inn í Sóknaráætlun Suðurnesja.  Sóknaráætlun er stefnuskjal sem felur í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn og markmið í tilgreindum málaflokkum ásamt skilgreindum leiðum að markmiðunum. Markmið hennar er að stuðla að jákvæðri byggðaþróun í takt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans.

Unnið var með fjóra flokka í vinnunni en það var samfélag, umhverfi, menning og atvinnulíf.

Vinnustofan var haldin í Hljómahöll en það var sérfræðingur VSÓ ráðgjafar sem kynnti fyrirkomulagið og starfsfólk SSS stýrði umræðum á borðum. Afrakstur vinnustofunnar verður síðan tekin saman og settur í samráðsgátt þar sem þeir sem ekki komust á vinnustofuna geta haft sín áhrif. 

Í rúman áratug hefur fjármagni frá bæði ríki og sveitarfélögum runnið í svokallaðar Sóknaráætlanir landshluta. Í lok janúar undirrituðu þrír ráðherrar samning þess efnis ásamt framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Berglindi Kristinsdóttur. Það voru ráðherrar samgöngu- og sveitarstjórnarmála, Eyjólfur Ármannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Jóhann Páll Jóhannsson og menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra, Logi Einarsson sem komu að undirrituninni. 

Framlög ríkisins til samninganna árið 2025 nema samtals 865,7 milljónum króna og framlög sveitarfélaga samtals 93,9 milljónum króna. Alls nema heildarframlög ríkis og sveitarfélaga til sóknaráætlana því um 960 milljónum kr.

Samningur um sóknaráætlun skiptir íbúa á Suðurnesjum miklu máli. Þeir fjármunir sem berast áætluninni verða notaðir í að  forgangsraða í verkefni og veita styrki. Þannig geta lítil og stærri verkefni orðið að veruleika, hvort sem það er í menningu eða nýsköpun.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á vinnustofunni þann 7. febrúar sl.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 20. mars 2025

Póstbox í Grindavík

Fréttir / 26. febrúar 2025

Ađalfundur Grindavík Experience

Fréttir / 24. febrúar 2025

Hér er íbúakönnun Maskínu

Fréttir / 20. febrúar 2025

Sundlaugin opin á laugardögum og mánudögum