Í janúar voru 53 landanir samanborið við 5 landanir í janúar í fyrra. Jarðhræringar höfðu eðlilega áhrif á umsvifin en það er jákvætt að sjá hversu mikill munur er milli ára. Í janúar var landaður afli um 1900 tonn en í janúar 2024 var aflinn um 330 tonn.
Hægt er að skoða betur hvaða skip lönduðu og hversu miklum afla í töflunni hér fyrir neðan. Sigurður Kristmundsson hafnarstjóri Grindavíkurhafnar segir árið fara vel af stað og að hægt sé að vera bjartsýn á komandi tíma.