Fundur 581

  • Bæjarstjórn
  • 29. janúar 2025

581. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 28. janúar 2025 og hófst hann kl. 14:00.


Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður,
Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður,
Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður og Sævar Þór Birgisson, aðalmaður. 

Einnig sátu fundinn:
Fannar Jónasson, bæjarstjóri, Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Guðjón Bragason, lögfræðingur. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Birgitta H Ramsey sat fundinn í gegnum Teams.

Dagskrá:

1.      Endurskoðun aðalskipulags 2024 - 2412019
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar og hafnarstjóri. 

Til máls tóku: Ásrún, skipulagsfulltrúi, Guðjón, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar, Hallfríður og bæjarstjóri. 

Lögð fram verkefnislýsing, dags. 13. desember 2024 um "Gerð hættumats og bráðabirgðahættumats fyrir Grindavík - undirbúningur fyrir heildarendurskoðun Aðalskipulags Grindavíkurbæjar 2018-2032". 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að hefja undirbúning við heildarendurskoðun á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032.
         
2.      Ferskvatnsmöguleikar og vatnsból í Grindavík - ÍSOR 2010 - 2310130
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar og hafnarstjóri. Frá FUMG Árni Þór Sigurðsson og Pétur M.U. Tómasson. 

Til máls tóku: Ásrún, hafnarstjóri, Árni Þór, skipulagsfulltrúi og Guðjón. 

Minnisblað ISOR um borun neysluvatsnholu fyrir Grindavíkurbæ, dags. 10.12.2024 er lagt fram. 

Innviðanefnd telur mikilvægt að ráðist verði í verkefnið sem fyrst í samstarfi við Grindavíkurnefnd, til að auka neysluvatnsöryggi. Nefndin vísaði málinu til bæjarstjórnar. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við Grindavíkurnefndina.
         
3.      Mat á vernd húsa - 2412018
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar og hafnarstjóri. Frá FUMG: Árni Þór Sigurðsson og Pétur M.U. Tómasson.

Til máls tóku: Ásrún, skipulagsfulltrúi, hafnarstjóri, Hallfríður, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Gunnar Már og Hjálmar. 

Lagt fram vinnuskjal dags. 18.12.2024 um mannvirki sem óskað hefur verið eftir niðurrifsheimild fyrir. Málið var tekið á 3. fundi innviðanefndar, þann 16. desember sl. óskað var eftir afstöðu nefndar til áforma um niðurrif eftirfarandi húsa: Lóuhlíð 1-3, Staðarsund 3, Austurvegur 5 - viðbygging Víðihlíð, Stamphólsvegur 2 og Melhólabraut 4. 

Innviðanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja niðurrif á öllum eignum nema Stamphólsvegi 2. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu innviðanefndar.
         
4.      Fálkahlíð 4 og 6, fyrirspurn um skipulagsmál. - 2407014
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar og hafnarstjóri. 

Til máls tóku: Ásrún, Guðjón, Hallfríður, Hjálmar, skipulagsfulltrúi og Birgitta Hrund. 

Lagt fram bréf frá Lögbók sf fyrir hönd Lagnaþjónustu Þorsteins, dags. 20. desember 2024. 

Bókun 
Fullur skilningur er á því, af hálfu Grindavíkurbæjar, að lóðarhafi sé í mjög erfiðri stöðu og að þörf sé á skýrum svörum um hvort honum verði yfirleitt heimilt að ljúka húsbyggingu á umræddum lóðum að Fálkahlíð 4 og 6. 
Bæjarstjórn telur ekki mögulegt að taka endanlegar ákvarðanir um nýtingu eða mögulegt bann við nýtingu einstakra byggingarlóða fyrr en niðurstaða bráðabirgðahættumats og hættukort fyrir bæinn liggur fyrir. Bæjarstjórn leggur áherslu á að vinna við gerð hættumats hefjist sem fyrst og liggi fyrir eins fljótt og mögulegt er. Óhjákvæmilegt er þó að verkefnið muni taka nokkurn tíma.
         
5.      Sala á fasteigninni Klöpp í Grindavíkurbæ - 2501025
    Til máls tóku: Ásrún og bæjarstjóri. 

Með tölvupósti þann 20.01.2025 var Grindavíkurbæ tilkynnt um aðilaskipti á fasteigninni Klöpp, 241 Grindavíkurbæ. Fastanúmer: 2092675. Landeignarnúmer: 129149. Samkvæmt afsali sem lá frammi á fundinum er Oddur Jónasson seljandi eignarinnar og Fasteignafélagið Þórkatla kaupandi. Eignin er lögbýli og því þarf að tilkynna aðilaskipti að henni til sveitarstjórnar skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
         
6.      Umsjón með knattspyrnuvöllum sumarið 2025 - 2501031
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar og hafnarstjóri. Frá FUMG:, Árni Þór Sigurðsson og Pétur M.U. Tómasson. 

Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Hallfríður, Birgitta Rán, Hjálmar og Gunnar Már. 

Lagt fram tilboð frá Golfklúbbi Grindavíkur um umhirðu knattspyrnuvalla Grindavíkurbæjar. 

Bæjarstjórn felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að vinna málið áfram.
         
7.      Kosning í nefndir samkvæmt B-lið 48. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 2205251
    Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Hafnarstjóri. 

Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, bæjarstjóri, Hjálmar og Birgitta Rán. 

Tillaga um að Sigurður A. Kristmundsson komi inn sem aðalmaður í almannavernd Grindavíkur í stað Atla Geirs Júlíussonar. 

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
         
8.      Gjaldskrá Grindavíkurhafnar 2025 - 2501002
    Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Hafnarstjóri. 

Til máls tóku: Ásrún, hafnarstjóri og Gunnar Már. 

Hafnarstjóri leggur til 5% hækkun á þjónustugjöld hafnarinnar fyrir árið 2025. Aflagjöld haldast óbreytt fyrir sama tímabil og taki gildi 1. febrúar 2025. Innviðanefnd samþykkir tillögu hafnastjóra og vísaði málinu til staðfestingar í bæjarstjórn. 

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
         
9.      Þjónustugjaldsrká Grindavíkurbæjar 2025 - 2412017
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar og hafnarstjóri. Frá FUMG:  Árni Þór Sigurðsson og Pétur M..U. Tómasson. 

Til máls tóku: Ásrún og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. 

Lögð er til eftirfarandi breyting á gjaldskrá sundlaugar: Verð á árskorti verði það sama og 30 miða kort, þ.e. 12.600 kr. og að árskort fyrir fjölskyldur verði 20.000 kr. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breytingatillöguna.
         
10.      Fasteignagjöld 2025 - 2412016
    Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Guðjón, bæjarstjóri og Hallfríður. 

Lagt er til að gjalddögum fasteignagjalda verði seinkað um einn mánuð, hverjum og einum en áfram verði þeir 10. 
Fyrsti gjalddagi verði þá 1. mars og sá síðasti 1. desember. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna. 

Frekari ákvarðanir um framkvæmd álagningar verða teknar þegar niðurstaða liggur fyrir um lagabreytingar sem unnið er að í innviðaráðuneytinu.
         
11.      Fjárhagsáætlun 2025-2028 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2409018
    Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Birgitta Hrund, bæjarstjóri, Hallfríður, Guðjón, Gunnar Már, Birgitta Rán og Sævar. 

Fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árin 2025-2028 er lögð fram til síðari umræðu. 

Áætlunin ber þess merki að starfsemi Grindavíkurbæjar er í algjöru lágmarki út áætlunartímabilið. Áætlun um tekjur byggir á mjög óljósum forsendum en ljóst er að mikið tekjufall verður hjá Grindavíkurbæ. Gert er ráð fyrir samdrætti í launum og öðrum rekstarkostnaði en þrátt fyrir það verður verulegur rekstarhalli öll árin. 

Áætluð rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum A- og B-hluta: 

          2025             2026              2027            2028 
-1.363.977       -552.822        -523.574      -545.127 

Verulega gengur á handbært fé Grindvíkurbæjar, bæði handbært fé til rekstar og tjónabætur frá NTÍ. 
Handbært fé í upphafi árs 2025 er 3.318.931 þús. kr. að meðtöldum tjónabótumi. Í árslok 2028 er gert ráð fyrir að handbært fé verði 51.086 þús. kr. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða áætlun. 
         
12.      Fundargerðir 2024 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2407047
    Til máls tóku: Ásrún og Hallfríður. 

Fundargerð 960. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 13.12.2024 er lögð fram til kynningar.
         
13.      Fundargerðir 2024 - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - 2404095
    Til máls tóku: Ásrún og bæjarstjóri. 

Fundargerð 807. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 11.12.2024 er lögð fram til kynningar. 
         
14.      Fundargerðir 2025 - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - 2501030
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerð 808. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 08.01.2025 er lögð fram til kynningar.
         
15.      Fundargerðir 2024 - Kalka sorpeyðingarstöð - 2403177
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerð 563. fundar Kölku dags. 07.11.2024 er lögð fram til kynningar.
         
16.      Fundargerðir 2024 - Kalka sorpeyðingarstöð - 2403177
    Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Hjálmar og Birgitta Rán. 

Fundargerð 564. fundar Kölku dags. 10.12.2024 er lögð fram til kynningar.
         
17.      Fundargerðir 2025 - Kalka sorpeyðingarstöð - 2501029
    Til máls tók Ásrún. 

Fundargerð 565. fundar Kölku dags. 14.01.2025 er lögð fram til kynningar.
         
18.      Bæjarráð Grindavíkur - 1673 - 2501001F 
    Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Hjálmar, Gunnar Már og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
19.      Bæjarráð Grindavíkur - 1674 - 2501002F 
    Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Hjálmar og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
20.      Bæjarráð Grindavíkur - 1675 - 2501008F 
    Til máls tóku: Ásrún, Gunnar Már, Hjálmar og Guðjón. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
21.      Innviðanefnd - 3 - 2412004F 
    Til máls tók Ásrún, Hjálmar, Hallfríður, Guðjón, Gunnar Már og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
22.      Innviðanefnd - 4 - 2501004F 
    Til máls tóku: Ásrún, Hjálmar, Guðjón og Gunnar Már. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
23.      Samfélagsnefnd - 4 - 2501003F 
    Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Sævar, Hjálmar, Birgitta Rán og Gunnar Már. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
24.      Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 86 - 2501006F 
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:55.


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarstjórn / 28. janúar 2025

Fundur 581

Bæjarráð / 21. janúar 2025

Fundur 1675

Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. janúar 2025

Fundur 86

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júlí 2024

Fundur 82

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. maí 2024

Fundur 81

Afgreiðslunefnd byggingamála / 27. maí 2024

Fundur 80

Afgreiðslunefnd byggingamála / 18. apríl 2024

Fundur 79

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. nóvember 2024

Fundur 85

Afgreiðslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2024

Fundur 84

Afgreiðslunefnd byggingamála / 26. ágúst 2024

Fundur 83

Afgreiðslunefnd byggingamála / 8. júní 2023

Fundur 73

Afgreiðslunefnd byggingamála / 11. maí 2023

Fundur 72

Innviðanefnd / 16. desember 2024

Fundur 3

Innviðanefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 14. janúar 2025

Fundur 1674

Samfélagsnefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 7. janúar 2025

Fundur 1673

Bæjarstjórn / 17. desember 2024

Fundur 580

Samfélagsnefnd / 11. desember 2024

Fundur 3

Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bæjarráð / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bæjarráð

Innviðanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviðanefnd

Bæjarráð / 5. nóvember 2024

Fundur 1669

Bæjarstjórn / 29. október 2024

Fundur 578

Innviðanefnd / 10. október 2024

Fundur 1

Samfélagsnefnd / 16. október 2024

Fundur 1

Bæjarráð / 22. október 2024

Fundur 1668

Bæjarráð / 8. október 2024

Fundur 1667

Bæjarráð / 17. september 2024

Fundur 1666

Bæjarstjórn / 24. september 2024

Fundur 577