82. fundur Afgreiðslunefndar byggingar- og skipulagsmála haldinn á skrifstofu byggingafulltrúa, föstudaginn 5. júlí 2024 og hófst hann kl. 13:30.
Fundinn sátu:
Hjörtur Már Gestsson, byggingarfulltrúi,
Elísabet Bjarnadóttir, sérfræðingur skipulags- og umhverfissviðs.
Einnig sátu fundinn:
.
Fundargerð ritaði: Hjörtur Már Gestsson, byggingarfulltrúi.
Dagskrá:
1. Suðurvör 10 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2404146
Matthías Oddgeirsson sækir um skráningu á óleyfisframkvæmd við Suðurvör 10 skv. meðfylgjandi reyndarteikningum frá Ingaþór Björnssyni dagsettum 11.06.2024. Málið var tekið fyrir á skipulagsnefndarfundi nr.133 þar sem eignin er á ódeiliskipulögðu svæði. Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemdir við stækkun hússins.
Skráning á óleyfisframkvæmd í fasteignskrá húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er samþykkt. Málið verður unnið skv. verklagi fyrir óleyfisframkvæmdir.
2. Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Árnastígur 15 - 2406035
Sigríður Fjóla Benónýsdóttir sækir um skráningu á óleyfisframkvæmd að Árnastíg 15 skv. aðaluppdráttum dagsettum 04.06.2024.
Framkvæmdin er í samræmi við gildandi hverfisskipulag. Skráning á óleyfisframkvæmd í fasteignskrá húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er samþykkt. Málið verður unnið skv. verklagi fyrir óleyfisframkvæmdir
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00.