80. fundur Afgreiðslunefndar byggingar- og skipulagsmála haldinn á skrifstofu byggingafulltrúa, mánudaginn 27. maí 2024 og hófst hann kl. 14:15.
Fundinn sátu:
Hjörtur Már Gestsson, byggingarfulltrúi,
Elísabet Bjarnadóttir, sérfræðingur skipulags- og umhverfissviðs.
Einnig sátu fundinn:
.
Fundargerð ritaði: Hjörtur Már Gestsson, byggingarfulltrúi.
Dagskrá:
1. Bláa lónið - Umsókn um stöðuleyfi - 2405118
Sigríður S. Sigþórsdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir hönd Bláa lónsins.
Um er að ræða gáma fyrir 10 einingar sem koma í stað núverandi þjónustuhúss við bílastæði á Norðurljósavegi nr 9, þar sem núverandi hús verður rifið vegna varnargarða.
Afgreiðslunefnd samþykkir beiðni Bláa lónins um stöðuleyfi fyrir tímabundnar gámaeiningar á lóðinni. skv. meðfylgjandi teikningu frá Basalt arkítekum.
Stöðuleyfi er gefið fyrir eitt ár í senn.
2. Umsókn um niðurrif mannvirkja - Stamphólsvegur 2 - 2404142
Lukku Láki ehf. sækir um niðurrif á Stamphólsvegi 2.
Afgreiðslunefnd samþykkir niðurrifsáform.
Byggingarheimild verður gefin fyrir niðurrifi þegar skilyrði gr. 15.2.2 í byggingarreglugerð 112/2012 eru uppfyllt, byggingarstjóri hefur verið ráðinn á verk og málið hefur fengið umfjöllun hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.
Embætti byggingarfulltrúa mun vinna málið áfram með umsækjanda.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00.
Hjörtur Már Gestsson Elísabet Bjarnadóttir