79. fundur Afgreiðslunefndar byggingar- og skipulagsmála haldinn sem fjarfundur í Teams, fimmtudaginn 18. apríl 2024 og hófst hann kl. 13:00.
Fundinn sátu:
Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs,
Hjörtur Már Gestsson, byggingarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn:
.
Fundargerð ritaði: Hjörtur Már Gestsson, byggingarfulltrúi.
Dagskrá:
1. Borgarhraun 3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2404100
Bogi Rafn Einarsson óskar eftir breytingu á byggingarleyfi við Borgarhraun 3. Breytingin snýr að því að eldri bílskúr verður ekki rifinn samhliða stækkun á húsi skv. aðaluppdráttum frá Hirti Pálssyni dagsettum 08.04.2024.
Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemdir við umsókn og vísaði henni til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingaráform samþykkt.
2. Selsvellir 17 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2403015
Hjörtur Pálsson sækir um fyrir hönd Hávarðar Gunnarssonar um byggingarleyfi vegna skráningar á óleyfisframkvæmd við Selsvelli 17. Skv. aðaluppdráttum dagsettum 14.01.2024.
Framkvæmdin er í samræmi við gildandi hverfisskipulag. Skráning á óleyfisframkvæmd í fasteignskrá húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
er samþykkt.
3. Staðarhraun 8 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2403046
Guðbjörg Rós Guðnadóttir sækir um skráningu á óleyfisframkvæmdum við Staðarhraun 8. skv. meðfylgjandi uppdráttum frá Braga Magnússyni dagsettum 8.02.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stækkun hússins.
Skráning á óleyfisframkvæmd í fasteignskrá húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er samþykkt.
4. Norðurljósavegur 9 - Umsókn um byggingarleyfi - Flokkur 1, - 2302017
Eldvörp ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fyrri áfanga að endurbótum baðaðstöðu Bláa lónsins. Í fyrsta áfanga eru ný gufu- og eimböð á útivistarsvæðinu, ásamt tveimur misháum fossum.
Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrðum 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:50.
Atli Geir Júlíusson Hjörtur Már Gestsson