1673. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 7. janúar 2025 og hófst hann kl. 14:00.
Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Sævar Þór Birgisson, varaformaður.
Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. Sævar Þór Birgisson sat fundinn í Teams.
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að setja mál á dagskrá með afbrigðum sem 6. mál: 2501007 Barnaverndarþjónsta, Samvinna
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Starfsemi Slökkviliðs Grindavíkur - 2411022
Farið yfir samskipti Grindavíkurbæjar við almannavarnir og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun varðandi kostnað, rekstur og viðbragð slökkviliðs Grindavíkur. Málið er enn í vinnslu.
2. Almannavarnanefndir á Suðurnesjum - 2409005
Bæjarráð leggur til að fá bæjarstjóra Reykjanesbæjar og lögreglustjórann á Suðurnesjum til fundar um framhald málsins og felur bæjarstjóra að boða fundinn.
3. Ósk um aðstöðu til listsköpunar - 2411023
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Grindavíkurbæjar. Lögð fram fyrirspurn um breytingar á Gerðavöllum 17.
Bæjarráð heimilar breytingarnar, en leggur áherslu á að húsnæðinu verði skilað í fyrra horfi og felur forstöðumanni þjónustumiðstöðvar að hafa eftirlit með framkvæmdum.
4. Útleiga húsnæðis í eigu Grindavíkurbæjar - 2501004 Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Grindavíkurbæjar. Bæjarráð frestar málinu og felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að afla frekari gagna.
5. Varðveisla minja og aðgengi ferðamanna - Rammaskipulag - 2410007
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Skarphéðinn Berg Steinarsson, ráðgjafi (Teams) og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Grindavíkurbæjar.
Bæjarráð tekur vel í þær hugmyndir sem kynntar voru á fundinum og leggur til við bæjarstjórn að gera ráð fyrir, í fjárhagsáætlun 2025, aðstöðusköpun til að taka á móti ferðamönnum á næstu misserum.
6. Barnaverndarþjónusta Samvinna - 2501007
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs (Teams)
Bæjarráð Grindavíkur óskar eftir því við bæjarráð Suðurnesjabæjar að sveitarfélögin hefji viðræður um samvinnu um barnaverndarþjónustu í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga.
7. Forkaupsréttur vegna sölu á fiskiskipinu Sturlu GK-12, sknr. 2444 - 2412027
Útgerðarfélagið Ganti ehf. hefur gert kaupsamning um skipið ásamt veiðarfærum og aflahlutdeildum í fisktegundum sem gáfu samtals 25,2 tonna þorskígilda aflamark. Grindavíkurbæ er boðinn forkaupsréttur, sbr, 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti.
8. Öryggsbrestur - Tilkynning til persónuverndar - 2412029
Lagður fram tölvupóstur frá hýsingaraðila tölvukerfa Grindavíkurbæjar vegna netárásar. Grindavíkurbær hefur tilkynnt öryggisbrestinn til Persónuverndar og er málið í rannsókn. Gögn Grindavíkurbæjar virðast hafa sloppið við árásina.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 15:20.