Svæðisskipulag Suðurnesja 2024-2040 – Vinnslutillaga
Ósk um umsagnir og athugasemdir
Margvíslegar breytingar hafa orðið á mikilvægum forsendum sem snúa að Suðurnesjum. Vegna þessara breytinga var ákveðið að endurskoða stefnu svæðisskipulagsins um
Jafnframt er lögð fram stefna sem tekur til
Tilgangur með endurskoðun svæðisskipulagsins er jafnframt að draga fram mikilvægi ofangreindra þátta fyrir hagsmuni Suðurnesja og móta þá umgjörð sem þarf að fylgja til að tryggja fjölbreytta hagsmuni samfélags, umhverfis og efnahags.
Svæðisskipulagsnefnd leggur hér fram vinnslutillögu svæðisskipulags. Vinnslutillöguna má finna hér. Einnig má þar skila umsögn um tillöguna og er fólk hvatt til þess að kynna sér efnið og leggja þannig svæðisskipulagsnefndinni lið í þessari vinnu. Opið er fyrir athugasemdir og umsagnir til og með 24.01.2025.
Fyrirspurnir berist til Berglindar Kristinsdóttur berglind@sss.is
Undanfari
Árið 2020 var ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun Svæðisskipulags Suðurnesja. Frá staðfestingu Svæðisskipulags Suðurnesja 2008-2024 hafa orðið margvíslegar breytingar á mikilvægum forsendum sem snúa að Suðurnesjum. Allir aðilar sem hafa skipulagsvald á Suðurnesjum eiga fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja og eru þeir:
Áhersla nefndarinnar hefur verið á sameiginlega hagsmuni Suðurnesja og stefnumörkun um þá. Svæðisskipulagið markar stefnu um helstu hagsmuni Suðurnesja sem snúa að landnotkun og þær aðgerðir sem aðilar þurfa að ráðast í til að fylgja eftir framtíðarsýns svæðisskipulagsins.
Ráðgjafar svæðisskipulagsnefndar eru VSÓ Ráðgjöf og Kanon arkitektar.