Á næstu dögum verður ráðist í átak vegna ökutækja án númera sem lagt er á gangstéttum, götum, stígum, bílastæðum í eigu sveitarfélagsins, opnum svæðum og óbyggðum lóðum í Grindavík.
Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja er heimilt samkvæmt reglugerðum að fjarlægja númerslausa bíla og bílflök. Skráður eigandi og/eða umráðamaður skal bera kostnað vegna flutnings og vörslu ökutækisins.
Eigendur ökutækja án númera eru beðnir um að bregðast strax við til að forðast auka kostnað sem frekari aðgerðir kunna að hafa í för með sér.