Grindvíkingum er boðið til samverustundar í Grindavíkurkirkju sunnudagskvöldið 10. nóvember kl. 20:30 þar sem Halla Tómadóttir, forseti Íslands mun m.a. flytja kveðju til Grindvíkinga. Auk hennar flytja ávörp þau Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur og Ólafur Ólafsson, fyrirliði meistaraflokks karla í körfuknattleik. Kirkjukór Grindavíkurkirkju ásamt Kristjáni Hrannari Pálssyni organista munu flytja létta tónlist.
Samverustundin verður í beinu streymi hér.
Ég er kominn heim
Hafið eða Þorbjörn (Hafið eða fjöllin)
Kveðja til Grindvíkinga: Halla Tómasdóttir, forseti Íslands
Góðan daginn Grindvíkingur
Ávarp: Ásrún Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar
Drottinn er minn hirðir
Ávarp: Sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavík
Dag í senn
Ávarp: Ólafur Ólafsson, fyrirliði meistaraflokks karla í körfuknattleik
Þeir skora og skora
Ég er kominn heim
Er völlur grær og vetur flýr
Og vermir sólin grund
Kem ég heim og hitti þig
Verð hjá þér alla stund
Við byggjum saman bæ í sveit
Sem brosir móti sól
Ljúfu lífi landið
Vítt Mun ljá og veita skjól
Sól slær silfri á voga
Sjáið jökulinn loga
Allt er bjart fyrir okkur tveim
því ég er kominn heim
Að ferðalokum finn ég þig
Sem mér fagnar höndum tveim
Ég er kominn heim
Já, ég er kominn heim
Sól slær silfri á voga
Sjáið jökulinn loga
Allt er bjart fyrir okkur tveim
því ég er kominn heim
Að ferðalokum finn ég þig
Sem mér fagnar höndum tveim
Ég er kominn heim
Já, ég er kominn heim
ég er kominn heim
Já, ég er kominn heim
Lag: Emmerich Kálmán
Texti: Óðinn Valdimarsson
Hafið eða Þorbjörn (Hafið eða fjöllin)
Er ég kom fyrst á þennan stað,
ekki leist mér beint á það
fólk vann hér alla daga
við störfin hér og þar - hér og þar.
Ég kynntist fólkinu og ég kunni vel við það,
en tíminn hann flaug áfram
og ég yfirgaf þennan stað.
En er ég kom svo aftur,
ekkert hafði breyst
frá því ég var hér síðast
- ekkert breyst - ekkert breyst.
Er það hafið eða Þorbjörn
sem að laða mig hér að
eða er það kannski fólkið
á þessum stað – á þessum stað.
Hér á ég nokkra vini
og marga kunningja
sem eru mér óskop góðir
allt fyrir mig gera
Fáir svartir sauðir búa í þessum bæ
allt leikur hér í lyndi
- í þessum bæ - í þessum bæ
Er það hafið eða Þorbjörn
sem að laða mig hér að
eða er það kannski fólkið
á þessum stað - á þessum stað.
Lag og texti: Ólafur Ragnarsson
Góðan daginn Grindvíkingur
Góðan daginn, Grindvíkingur!
Gott er veðrið, sléttur sær.
Svífa í hilling Suðurnesin.
Sólarroða á Hlíðar slær.
Fyrir handan hraun og tinda
huga kær og minnarík
bíður okkar bernskuströndin,
brimi sorfi, Grindavík.
Við skulum yfir landið líta,
liðnum árum gleyma um stund,
láta spurul unglingsaugu
aftur skoða strönd og sund.
Sjá má enn í Festarfjalli
furðuheima dyragátt,
Þorbjörn klofnu höfði hreykja
himin við í norðurátt.
Lag: Sigvaldi Kaldalóns
Texti: Örn Arnarson
Drottinn er minn hirðir
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um réttan veg
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari
um dimman dal
óttast ég ekkert illt
því þú ert hjá mér.
Sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býrð mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu,
bikar minn
er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins
bý ég langa ævi.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Lag: Margrét Scheving Texti: Óþekktur(ur)
Dag í senn
Dag í senn, eitt andartak í einu
eilíf náð þín, faðir, gefur mér.
Mun ég þurfa þá að kvíða neinu
þegar Guð minn fyrir öllu sér?
Hann sem miðlar mér af gæsku sinni
minna daga skammti' af sæld og þraut
sér til þess að færa leið ég finni
fyrir skrefið hvert á lífs míns braut.
Hann sem er mér allar stundir nærri
á við hverjum vanda svar og ráð,
máttur hans er allri hugsun hærri,
heilög elska, viska, föðurnáð.
Morgundagsins þörf ég þekki eigi,
það er nóg að Drottinn segir mér:
Náðin mín skal nægja hverjum degi,
nú í dag ég styð og hjálpa þér.
Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum
frið og styrk sem ekkert buga má.
Auk mér trú og haltu huga mínum
helgum lífsins vegi þínum á
svo að ég af hjartaþeli hreinu
hvað sem mætir geti átt með þér
daginn hvern, eitt andartak í einu,
uns til þín í ljóssins heim ég fer.
Lag: Oskar Ahnfelt
Texti: Sigurbjörn Einarsson