Viđbragđsáćtlun vegna sjávarflóđa í Grindavík 

  • Fréttir
  • 4. nóvember 2024

Viðbragðsáætlun vegna sjávarflóða í Grindavík var lögð fram til kynningar á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag. Um er að ræða áætlun sem nær yfir hafnarsvæðið og nágrenni. 

Áætlunin skiptist í tvenns konar viðbragð:

  • Viðbragð 1 sem tekur mið af spá um allt að 4,9k metra sjávarhæð og er minniháttar aðgerð
  • Viðbragð 2 sem tekur mið af spá sem fer yfir 4,9 metra sjávarhæð og felur í sér umfangsmeiri viðbótaraðgerðir og lokanir.

Veðurstofan, Almannavarnir og starfsfólk hafnarinnar fylgjast með veðurspám. Þegar spár benda til þess að von sé á sjávarflóði sem mun flæða yfir kvíabryggju, Seljabót fyrir neðan Kvikuna og Eyjabakka, kalla starfsmenn hafnarinnar eða viðbragðsaðilar eftir sjávarfallaspá hafnarsviðs Vegagerðarinnar til að leggja mat á hvort viðbragð 1 eða viðbragð 2 eigi við um hugsanleg sjávarflóð.

Í meðfylgjandi viðbragðsáætlun má sjá frekari útlistun á aðgerðum og hvar áætlað er að loka til að hindra að sjór valdi skemmdum á athafnasvæði hafnarinnar. 
Viðbragðsáætlunin verður uppfærð að minnsta kosti í upphafi hvers árs og eftir því sem reynsla mótvægisaðgerða vindur fram að sögn Sigurðar Kristmundssonar, hafnarstjóra Grindavíkurhafnar. 

Viðbragðsáætlun vegna sjávarflóða í Grindavík 
    


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 11. júní 2025

Sundlaug og íţróttaskóli 17. júní

Fréttir / 30. maí 2025

Sjómannadagshelgin í Grindavík 2025

Fréttir / 30. maí 2025

Listaverkagjöf til Grindavíkurbćjar

Fréttir / 30. maí 2025

Ađalsafnađarfundur 2025

Fréttir / 30. maí 2025

Lokun gatna 31. maí og 1. júní

Fréttir / 28. maí 2025

Allir vegir liggja enn til Grindavíkur

Fréttir / 26. maí 2025

Menningarmorgunn í Kvikunni