Styrktarsjóđurinn Ţróttur Grindvíkinga

  • Fréttir
  • 29. október 2024

Rauði krossinn á Íslandi fékk styrk frá Rio Tinto vegna jarðhræringanna á Suðurnesjum sem er ætlað að styðja við samfélagið sem þurfti að flytja vegna hamfaranna og efla seiglu á Suðurnesjunum öllum. Rauði krossinn hefur því sett á fót styrktarsjóðinn Þróttur Grindvíkinga, sem hefur það markmið að efla seiglu Grindvíkinga.

Fyrirtæki, félagasamtök og lögaðilar geta sótt um styrki fyrir hópastarfi og samfélagslegum verkefnum sem stuðla að betri andlegri líðan Grindvíkinga og efla félagsleg tengsl. Við hvetjum öll sem hafa góðar hugmyndir að verkefnum sem hjálpa Grindvíkingum að dafna í nýjum samfélögum eða veita vettvang til þess að vinna úr því sem gerðist til að sækja um.

Nánari upplýsingar má finna með því að skoða verklagsreglur, en þar má einnig finna útskýringu á umsóknarferlinu.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. nóvember 2024

Stórsveit Íslands býđur á tónleika

Fréttir / 30. október 2024

Geir gefur Grindvíkingum lag

Fréttir / 29. október 2024

Styrktarsjóđurinn Ţróttur Grindvíkinga

Fréttir / 22. október 2024

Grindavík opin á ný

Fréttir / 22. október 2024

Reykjanes vaknar í kaffispjalli í Kvikunni

Fréttir / 21. október 2024

Fréttatilkynning frá Grindavíkurnefnd

Fréttir / 18. október 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 15. október 2024

Hulda Björnsdóttir GK 11 til sýnis í dag