1. fundur samfélagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 16. október 2024 og hófst hann kl. 14:00.
Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, formaður,
Eva Lind Matthíasdóttir, varaformaður,
Snædís Ósk Guðjónsdóttir, aðalmaður,
Inga Fanney Rúnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi,
Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs,
Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs.
Fundargerð ritaði: Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs.
Dagskrá:
1. Samfélagsnefnd - Starfshættir o.fl. - 2410021
Erindisbréf samfélagsnefndar lagt fram og rætt. Nefndin ákveður að hafa reglulega fundi nefndarinnar á öðrum miðvikudegi í mánuði hverjum kl. 13:00. Reglulegur fundarstaður verður salur bæjarstjórnar í Grindavík en í Tollhúsinu til vara.
2. Samfélagsnefnd - Lögboðin verkefni - 2410022
Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs fer yfir þau verkefni sem verið er að sinna hjá sveitarfélaginu sem áður heyrðu undir félagsmálanefnd og fræðslunefnd. Eggert Sólberg Jónsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs fer yfir þau verkefni sem áður heyrðu undir frístunda- og menningarnefnd.
3. Starfsstyrkir á frístunda- og menningarsviði 2025 - 2408037
Sviðsstjóri frístunda- og menningarnefndar fer yfir stöðu á samningum Grindavíkurbæjar við félög og félagasamtök vegna líðandi og komandi árs.
4. Dagskrá í Grindavík 10. nóvember 2024 - 2410020
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs leggur fram drög að dagskrá í Grindavík í tilefni af því að ár er liðið frá því að sveitarfélagið var rýmt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.