Fundur 1667

  • Bćjarráđ
  • 21. október 2024


1667. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 8. október 2024 og hófst hann kl. 14:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson, varamaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi. 

Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Guðjón Bragason, lögfræðingur. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.      Varðveisla minja og aðgengi ferðamanna - Rammaskipulag - 2410007
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Hafnarstjóri, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og Skarphéðinn Berg Steinarsson. Frá Batteríinu: Davíð Ingi Bustion (Teams) og Sigurður Einarsson (Teams). 

Lögð fram verkefnislýsing og áætlun um hönnun og ráðgjöf frá Batteríinu arkitektum. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að vinna málið áfram með fyrirvara um fjármögnun verkefnisins. 
         
2.      Aðstaða UMFG til æfinga og keppni - 2404147
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Hafnarstjóri, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og Skarphéðinn Berg Steinarsson. 

Lagður fram leigusamningur við Breiðablik vegna aðstöðu í Smáranum með gildistíma 1. okt. 2024 til 31. maí 2025. 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn. 
         
3.      Málefni fatlaðs fólks - Samningar um þjónustuúrræði - 2410001
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Hafnarstjóri, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og Skarphéðinn Berg Steinarsson. 

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs, dags. 1. október 2024. 

Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að ræða við sveitarfélögin á Suðurnesjum um aðkomu Grindavíkurbæjar að þessum þjónustuúrræðum á árinu 2025. 

         
4.      Hafnasambandsþing 2024 - 2409032
    Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Hafnarstjóri. 

Hafnasamband Íslands boðar til 44. hafnasambandsþings sem haldið verður í Hofi á Akureyri, dagana 24. og 25. október 2024. 
Grindavík á skv. reglum Hafnasambandsins 5 fulltrúa. 

Bæjarráð samþykkir að fari 3 fulltrúar frá Grindavíkurbæ á hafnarsambandsþingið.
         
5.      Hafnasambandsþing 2026 - 2409036
    Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Hafnarstjóri. 

Lögð fram fyrirspurn um hvort Grindavíkurbær haldi hafnasambandsþing haustið 2026 ásamt Suðurnesjabæ og Reykjaneshöfn. 

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið.
         
6.      Fjárhagsáætlun 2025-2028 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2409018
    Lagt fram umræðuskjal um tekjustofna Grindavíkurbæjar á árinu 2025. 

Farið yfir samskipti við framkvæmdanefnd um fasteignagjöld á árinu 2025 og fleiri tekjuforsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
         
7.      Tryggingar á vélum og verkfærum innan Grindavíkur - 2409030
    Lagður fram tölvupóstur frá Grindinni trésmiðju vegna tryggingamála, dags. 16.09.2024. 

Bæjarráð lýsir undrun sinni yfir afstöðu tryggingafélaga sem lýst er í erindinu og telur þetta ástand óviðunandi við þá uppbyggingu sem þegar er hafin í Grindavík og takmarkar möguleika fyrirtækja til reksturs í bæjarfélaginu. 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við framkvæmdanefndina um tryggingamál í Grindavík.
         
8.      Leit á vettvangi vinnuslyss - 2410005
    Borist hefur erindi frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna vettvangs vinnuslyss við Vesturhóp 26. 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við framkvæmdanefndina um framhald málsins.
         
9.      Aðstaða fyrir lögreglu í Grindavík - 2410006
    Borist hefur erindi frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum vegna aðstöðu fyrir lögregluna næstu mánuði. Horft er til þess að fá húsnæði Bókasafns Grindavíkur til afnota. 

Bæjarráð samþykkir erindið.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bćjarráđ / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bćjarráđ

Innviđanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviđanefnd

Bćjarráđ / 5. nóvember 2024

Fundur 1669

Bćjarstjórn / 29. október 2024

Fundur 578

Innviđanefnd / 10. október 2024

Fundur 1

Samfélagsnefnd / 16. október 2024

Fundur 1

Bćjarráđ / 22. október 2024

Fundur 1668

Bćjarráđ / 8. október 2024

Fundur 1667

Bćjarráđ / 17. september 2024

Fundur 1666

Bćjarstjórn / 24. september 2024

Fundur 577

Bćjarráđ / 10. september 2024

Fundur 1665

Bćjarráđ / 3. september 2024

Fundur 1664

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2024

Fundur 576

Bćjarstjórn / 21. ágúst 2024

Fundur 575

Bćjarráđ / 14. ágúst 2024

Fundur 1663

Bćjarstjórn / 23. júlí 2024

Fundur 574

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Nýjustu fréttir

Samverustundir 8.-13. desember

  • Fréttir
  • 8. desember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

  • Fréttir
  • 8. desember 2024

Jólatónleikar 7. desember 2024

  • Tónlistaskólafréttir
  • 4. desember 2024

Jólabođ eldri borgara úr Grindavík

  • Fréttir
  • 3. desember 2024

Móttökustöđ Kölku lokuđ í dag

  • Fréttir
  • 2. desember 2024