1666. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í Tollhúsi við Tryggvagötu, þriðjudaginn 17. september 2024 og hófst hann kl. 14:00.
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, (í Teams), Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, (í Teams) og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Guðjón Bragason, lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Í upphafi fundar óskar formaður eftir að taka inn 2 mál með afbrigðum sem 7. og 8. mál:
7. 2406066 Umsókn um byggingarleyfi - Bjarmaland - breytt stærð á lóð.
8. 2407038 Umsókn um byggingarleyfi - breytingu á stærð lóðar - Bláa lónið.
Samþykkt samhljóða
Dagskrá:
1. Skólasókn barna á grunnskólaaldri - Lyktir máls - 2409019
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs.
Lagt fram til kynningar erindi MRN um skólasókn barna á grunnskólaaldri og lyktir þess.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með framkvæmdanefndinni varðandi málið.
2. Starfsstyrkir á frístunda- og menningarsviði 2025 - 2408037
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Lagt fram yfirlit yfir samstarfssamninga á frístunda- og menningarsviði og kostnað vegna þeirra.
Bæjarráð felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að segja upp samstarfssamningum við félagasamtök á frístunda- og menningarsviði frá og með næstu áramótum. Grindavíkurbær hefur í gegnum tíðina stutt mjög myndarlega við ýmis félög og verkefni í sveitarfélaginu. Forsendur í rekstri sveitarfélagsins hafa hins vegar gjörbreyst á undanförnum mánuðum og hvílir sú skylda á bæjarstjórn Grindavíkur að reka sveitarfélagið með sjálfbærum hætti. Sviðsstjóra er jafnframt falið að semja að nýju við þau félagasamtök sem verða starfandi á næsta ári og leggja drög að samningum fyrir bæjarráð.
3. Afnot af íbúðum í eigu bæjarins - 2409020
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar (í Teams) og sérfræðingur á tæknisviði.
Viðbragðsaðilar og starfsfólk Grindavíkurbæjar geta þurft við sérstakar aðstæður að dvelja og hvílast í Grindavík um stundarsakir og væri það góður kostur í því sambandi að hafa aðgengi að einhverjum íbúðum í eigu bæjarins.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur forstöðumanni þjónustumiðstöðvar að útfæra málið.
4. Kalka sorpeyðingarstöð - gámaplan og sorpílát á tímum náttúruhamfara - 2406299
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar (í Teams) og sérfræðingur á tæknisviði.
Minnisblað tæknideildar, dags. 11.09.2024, um sorpmál í Grindavík lögð fram.
Bæjarráð leggur til að settir verði grenndargámar í Grindavík í stað þess að hafa ruslatunnur við íbúðarhúsnæði.
5. Veitur Grindavíkurbæjar - staða mála - 2409024
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar (í Teams) og sérfræðingur á tæknisviði.
Gögn vegna aðgerðaráætlunar veitna Grindavíkurbæjar frá forstöðumanni þjónustumiðstöðvar, dags. 12.09.2024, eru lögð fram.
Bæjarráð þakkar fyrir vel unna greinargerð og felur bæjarstjóra og forstöðumanni þjónustumiðstöðvar að kynna málið fyrir framkvæmdanefndinni.
6. Fasteignir Grindavíkurbæjar - aðgerðaráætlun - 2409025
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar (í Teams) og sérfræðingur á tæknisviði.
Lögð fram gögn um aðgerðaráætlun fasteigna í eigu Grindavíkurbæjar frá forstöðumanni þjónustumiðstöðvar, dags. 12.09.2024.
Bæjarráð þakkar fyrir vel unna greinargerð og samþykkir tillögur aðgerðaráætlunarinnar.
7. Umsókn um byggingarleyfi - Bjarmaland -breytt stærð á lóð - 2406066
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sérfræðingur tæknideildar.
Eigandi Bjarmalands sækir um smávægilega breytingu á lóð undir Bjarmalandi þar sem bílskúrinn stendur inn á annarri lóð í hans eigu sem hann ætlar ekki að selja til Þórkötlu. Lóðin Þórkötlustaðir eystri (Minni-Hólaskák) minnkar á kostnað stækkunar á lóðinni Bjarmaland.
Bæjarráð samþykkir breytinguna og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
8. Umsókn um breytingu á stærð lóða - Bláa lónið - 2407038
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sérfræðingur tæknideildar.
Unnin var breyting á deiliskipulagi máls nr. 2403185. Óskað er eftir breytingu á lóðarstærðum skv. breytingu á deiliskipulagi. Deiliskipulagbreytingin er fylgigagn sem sveitarfélagið hefur í fórum sér og landeigandafélagið gaf umsögn við deiliskipulag og þar kemur fram að félagið er samþykkt breytingunni en gera þarf í kjölfarið nýjan lóðaleigusamning. Lóðin að Norðurljósavegi 9 minnkar á kostnað lóðarinnar að Norðurljósavegi 9a. Breytingar þurftu að eiga sér stað vegna nýs þjónustuhúss en varnargarður fór yfir gamla þjónustuhúsið á Norðurljósavegi 9a.
Bæjarráð samþykkir breytinguna.
9. Fjárhagsáætlun 2025-2028 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2409018
Farið yfir forsendur skatttekna á árinu 2025 og fyrirséðan launakostnað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20.