Ađgengi ađ Grindavík hindrunarlaust frá og međ 21. október 

  • Fréttir
  • 17. október 2024

Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa við Grindavík tilkynnti fyrr í dag að til standi að opna aðgengi að Grindavík frekar. Gert er ráð fyrir að innakstur verði hindrunarlaus inn í Grindavík frá og með 21. október 2024 kl 06:00.  
 
Grindavík á lægsta almannavarnarstigi  
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákvað þann 6. september 2024 að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig og þann 19. sept. sl. gaf Veðurstofa Íslands út nýtt hættumat þar sem hætta er lækkuð á gult stig af appelsínugulu. Sem stendur er bærinn á lægsta almannavarnarstigi, eða óvissustigi.  
 
Talsvert hefur verið kallað eftir því af hálfu fyrirtækja í Grindavík að aðgengi að bænum verði aukið og þannig verði styrkari stoðum skotið undir atvinnulífið í samræmi við markmið laganna um framkvæmdanefndina. Bæjarráð Grindavíkur ályktaði einnig um sama efni nýverið. Tilgangurinn með því að auka aðgengi að bænum er því að standa vörð um bæinn og verðmæta atvinnustarfsemi.  
 
Aukið aðgengi rennir styrkari stoðum undir atvinnulíf í bænum og er liður í því að veita súrefni inn í samfélagið. Aukið aðgengi tryggir þó ekki að öll fyrirtæki eða rekstraraðilar geti eða sjái sér fært að opna sína starfsemi en ætti að auðvelda þeim sem það geta að gera það.  
 
Mikilvægar öryggisráðstafanir  
Mótvægisaðgerðir eru og hafa verið í gangi til þess að auka öryggi í Grindavík en þær felast m.a. í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hefur bæði verið fyllt í sprungur og/eða þær girtar af og álagsprófanir hafa verið gerðar á viðgerðum stöðum.  
 
Þá er verið að leggja lokahönd á að koma upp greinargóðum merkingum og verða ákveðin hættusvæði í bænum merkt sérstaklega. Eftir sem áður getur verið hætta á jarðfalli ofan í sprungur, einkum á opnum svæðum í og við Grindavík sem ekki hafa verið skoðuð sérstaklega.  
 
Þrátt fyrir að ýmsar öryggisráðstafanir auki öryggi í bænum hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lagt áherslu á að íbúar og gestir dvelji inn á hættusvæði á eigin ábyrgð. Hver og einn verði að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi.  Þá hefur Lögreglustjórinn einnig undirstrikað að Grindavík sé ekki staður fyrir börn. Grindavíkurnefndin tekur undir þessa afstöðu. 
 
Fyrirkomulag opnunar  
Sem fyrr segir verður aðgangur inn í Grindavík hindrunarlaus frá 06:00 þann 21. október 2024 og gildir þar til hættustigi kann að vera lýst yfir á ný. Viðbragðsaðilar og vettvangsstjórn verða áfram starfandi með óbreyttum hætti og eftirliti með umferð inn og út úr bænum verður sinnt með rafrænum hætti í öryggisskyni ef til rýmingar kemur. Opnun bæjarins með þessum hætti byggir m.a. á áhættumati sem unnið er og uppfært reglulega sem og hættumati Veðurstofunnar. Vert er þó að hafa í huga að:  
•    Jarðhræringum í og við Grindavík er hvergi lokið og nauðsynlegt að fara að öllu með ítrustu gát;  
•    Áfram verður öflugt eftirlit með mögulegri náttúruvá til að hægt verði að bregðast við aðstæðum hverju sinni;  
•     Aðstæður geta breyst hratt og nauðsynlegt getur reynst að rýma bæinn og nágrenni með skömmum fyrirvara og loka á nýjan leik;  
•    Lýsi ríkislögreglustjóri yfir hættustigi eða neyðarstigi verður aðgangsstýringu að bænum breytt með hliðsjón af þeim aðstæðum;  
•    Reynist nauðsynlegt af öryggisástæðum verður unnt að grípa til rýminga og lokunar á nýjan leik;  
•    Einstökum svæðum innan bæjarmarkanna kann að verða lokað fyrir umferð ef nauðsyn reynist.  
 
 
Um Grindavíkurnefnd  
Framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur (Grindarvíkurnefnd) er fjölskipað og sjálfstætt stjórnvald sem hefur með höndum fjölþætt verkefni sem snúa að úrlausnarefnum sem tengjast jarðhræringunum við Grindavík.  
 
Hlutverk nefndarinnar eru m.a. stjórn, skipulagningu og framkvæmd gerðar áhættumats fyrir þéttbýli í Grindavíkurbæ í samvinnu við ríkislögreglustjóra, yfirumsjón með framkvæmd nauðsynlegra viðgerða til að tryggja virkni, rekstur og afhendingaröryggi innviða, eftir því sem við á og fellur undir ábyrgðarsvið Grindavíkurbæjar,   könnun á jarðvegi, yfirumsjón með framkvæmd nauðsynlegra viðgerða á götum, stígum og opnum svæðum sem Grindavíkurbær er ábyrgur fyrir, framkvæmd aðgangsstýringar í Grindavíkurbæ í samvinnu við lögreglu.    
 
Í nefndinni eiga sæti Árni Þór Sigurðsson formaður, Guðný Sverrisdóttir og Gunnar Einarsson. 
 
 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 8. desember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Fréttir / 3. desember 2024

Jólabođ eldri borgara úr Grindavík

Fréttir / 2. desember 2024

Móttökustöđ Kölku lokuđ í dag

Fréttir / 2. desember 2024

Foreldranámskeiđ fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 28. nóvember 2024

Klúbbastarf Ţrumunnar fer af stađ í kvöld

Fréttir / 22. nóvember 2024

Jólasamvera Grindvíkinga

Fréttir / 18. nóvember 2024

Opinn fundur međ xD

Fréttir / 15. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

Fréttir / 14. nóvember 2024

Vel heppnuđ opnun sundlaugarinnar á mánudag

Fréttir / 13. nóvember 2024

Ađ finna sátt og hamingju í lífsins stormum

Fréttir / 11. nóvember 2024

Meiri afli í október í ár en í fyrra

Fréttir / 11. nóvember 2024

Sundlaugin opnar á ný

Nýjustu fréttir

Samverustundir 8.-13. desember

  • Fréttir
  • 8. desember 2024

Jólatónleikar 7. desember 2024

  • Tónlistaskólafréttir
  • 4. desember 2024

Spjall og frćđsla í mánudagskaffi

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Eddi í Hópsnesi í kaffispjalli í Kvikunni

  • Fréttir
  • 26. nóvember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

  • Fréttir
  • 25. nóvember 2024