Hulda Björnsdóttir GK 11 til sýnis í dag

  • Fréttir
  • 16. október 2024

Fyrsta nýsmíði Þorbjarnar hf. í hálfa öld er ísfisktogarinn Hulda Björnsdóttir GK 11. Skipið kemur til heimahafnar á morgun. Tæp vika er síðan Þorbjörn hf fékk togarann afhentan í skipasmíðastöðinni í Gíjón á Spáni. 

Fram kemur í frétt frá fyrirtækinu að togarinn sé 58 metra langur, 13,6 metra breiður og búinn nýjustu tækni þegar kemur að vinnslu, meðhöndlun og kælingu afla ásamt því að vistarverur áhafnarinnar verða allar til fyrirmyndar.

Hönnun skipsins er framúrstefnuleg að því leiti að vél, stærð skrúfu og skrokklagið  miðar allt að því að draga úr olíunotkun skipsins og skila jafnframt mikilli togspyrnu. Sjó- og veiðarfæraprófanir eru afstaðnar og gengu mjög vel. 

Skipið hefur verið nokkra daga á siglingu frá Spáni og verður sérstök móttökuveisla haldin að því tilefni á morgun, miðvikudaginn 16. október. Grindvíkingum nær og fjær er boðið að koma og skoða skipið frá kl. 16:00 - 19:00. 

Þau sem ætla að leggja leið sína til Grindavíkur þurfa að fara til vinstri í átt að Grindavíkurkirkju og þar niður Ránagötuna. Fólk er vinsamlega beðið um að fara ekki rúnt um bæinn eftir heimsóknina. (sjá mynd)

Lokunarpóstur við Bláa Lónið er upplýst um viðburðinn. 

Hér eru bílastæðin


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 8. desember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Fréttir / 3. desember 2024

Jólabođ eldri borgara úr Grindavík

Fréttir / 2. desember 2024

Móttökustöđ Kölku lokuđ í dag

Fréttir / 2. desember 2024

Foreldranámskeiđ fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 28. nóvember 2024

Klúbbastarf Ţrumunnar fer af stađ í kvöld

Fréttir / 22. nóvember 2024

Jólasamvera Grindvíkinga

Fréttir / 18. nóvember 2024

Opinn fundur međ xD

Fréttir / 15. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

Fréttir / 14. nóvember 2024

Vel heppnuđ opnun sundlaugarinnar á mánudag

Fréttir / 13. nóvember 2024

Ađ finna sátt og hamingju í lífsins stormum

Fréttir / 11. nóvember 2024

Meiri afli í október í ár en í fyrra

Fréttir / 11. nóvember 2024

Sundlaugin opnar á ný

Nýjustu fréttir

Samverustundir 8.-13. desember

  • Fréttir
  • 8. desember 2024

Jólatónleikar 7. desember 2024

  • Tónlistaskólafréttir
  • 4. desember 2024

Spjall og frćđsla í mánudagskaffi

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Eddi í Hópsnesi í kaffispjalli í Kvikunni

  • Fréttir
  • 26. nóvember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

  • Fréttir
  • 25. nóvember 2024