Grindvíkingar ćfa í Kópavogi

  • Fréttir
  • 12. september 2024

Meistaraflokkar Grindavíkur í körfubolta karla og kvenna fá æfingaaðstöðu í íþróttahúsi Kársnesskóla í vetur. Ásdís Kristjánsdóttir og Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur undirrituðu samning um efnið í vikunni að viðstöddum fulltrúum Breiðablik og Ungmennafélags Grindavíkur, UMFG.

Verið er að endurnýja gólfefni í íþróttahúsinu og lýkur þeim framkvæmdum í lok september . Húsið mun í kjölfarið nýtast fyrir körfuknattleiksdeild Breiðablik, Grindavíkur og nemendur Kársnesskóla.

Körfuknattleiksdeild Grindavík hefur haft æfingaaðstöðu í Kópavogi frá síðasta vetri og spilað meistaraflokksleiki bæði karla og kvenna í Smáranum í samstarfi við Breiðablik.

„Það hefur verið einstök ánægja að geta liðsinnt Grindvíkingum á krefjandi tímum og góður andi sem hefur fylgt liðinu og stuðningsfólki þess. Grindvíkingar eru alltaf velkomnir í Kópavog,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri.

„Við hjá Ungmennafélagi Grindavíkur erum einstaklega þakklát Kópavogsbæ og Breiðablik að búið sé að skrifa undir samstarfssamning. En báðir þessir aðilar eiga miklar þakkir skildar fyrir hlýjar og góðar móttökur frá því ósköpin skullu á í nóvember á síðasta ári og það er þeim að þakka að Grindvíkingar gátu sameinast á ný, í gleði og sorg á nýjum heimavelli,“ segir Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. október 2024

Lokasorphirđa á morgun 4 .október

Fréttir / 27. september 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 26. september 2024

Para- og fjölskylduráđgjöf

Fréttir / 23. september 2024

Réttađ í blíđviđri í Grindavík

Fréttir / 12. september 2024

Grindvíkingar ćfa í Kópavogi

Fréttir / 10. september 2024

Morgunkaffi međ Ásrúnu og Hjálmari

Fréttir / 4. september 2024

Kvikan opnar ađ nýju

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 26. ágúst 2024

Kalka opnar ađ nýju í Grindavík