Kvikan, menningarhús Grindvíkinga, opnar að nýju mánudaginn 9. september nk. Opið verður í Kvikunni mánudaga til fimmtudaga milli kl. 10 og 16.
Líkt og áður verður heitt á könnunni og eru öll þau sem búsett eru í Grindavík eða hafa heimild til þess að fara til Grindavíkur velkomin í Kvikuna.