Fundur 576

  • Bćjarstjórn
  • 28. ágúst 2024

576. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 27. ágúst 2024 og hófst hann kl. 14:00.

Fundinn sátu: Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Unnar Á Magnússon, varamaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.      Samþykktir og stjórnsýsla Grindavíkurbæjar - Tillögur vinnuhóps - 2406069

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Frá Grindavíkurnefnd í Teams: Guðný Sverrisdóttir, Gunnar Einarsson, Árni Þór Sigurðsson og Pétur U Tómasson. Jóhanna Lilja Birgisdóttir í Teams, Guðjón Bragason, í Teams og sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs. Til máls tóku: Ásrún, Guðjón, Árni, Hallfríður, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og Hjálmar.

Lögð fram til lokaumræðu bæjarstjórnar tillaga vinnuhóps bæjarfulltrúa um tímabundna breytingu á samþykkt um stjórn Grindavíkurbæjar, nr. 530/2022, með síðari breytingum. Um er að ræða þriðju umræðu um málið. Tillagan um framsal verkefna til framkvæmdanefndar vegna jarðhræringa í Grindavík, sem rædd var á fundi bæjarstjórnar 20. ágúst sl., hefur tekið nokkrum breytingum. Í minnisblaði bæjarstjóra, dags. 26. ágúst, er gerð grein fyrir álitaefnum er varða útfærslu tillögunnar og var eftirfarandi bókað:

Tillaga um breytingar á samþykkt er samþykkt samhljóða. Bæjarstjóra er falið að eiga samtal við framkvæmdanefnd um nánari afmörkun verkefna á sviði fræðslumála sem færast til nefndarinnar, með hliðsjón af umræðu á fundinum um útgjöld sem Grindavíkurbær mun þurfa að standa straum af. Vísar bæjarstjórn að öðru leyti til ákvæða 4. og 5. gr. laga nr. 40/2024 um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavík um umgjörð verkefnatilfærslu og réttindi og skyldur sem af henni leiðir. Tillaga um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar, nr. 530/2022, með síðari breytingum nr. 267/2023 og 51/2024. Við samþykktina bætast fjögur ný bráðabirgðaákvæði sem falla úr gildi 15 dögum eftir almennar sveitarstjórnarkosningar 2026, og hljóða svo:

a. Bæjarstjórn, fastanefndir og starfslið Grindavíkurbæjar skulu kappkosta að eiga skilvirkt samstarf við framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ, sem starfar á grundvelli laga nr. 40/2024.

b. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 8. gr. er bæjarstjórn heimilt að funda utan Grindavíkur.

c. Þrátt fyrir ákvæði 48. gr. kýs bæjarstjórn eftirtaldar fastanefndir:

a. Samfélagsnefnd, sem fer með verkefni frístunda- og menningarnefndar, fræðslunefndar og félagsmálanefndar, að því leyti sem þau eru ekki falin öðrum. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.

b. Innviðanefnd, sem fer með verkefni skipulagsnefndar og hafnarstjórnar, að því leyti sem þau eru ekki falin öðrum. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.

d. Með vísan til 4. gr. laga um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ, nr. 40/2024, felur bæjarstjórn framkvæmdanefndinni ábyrgð og framkvæmd lögbundinna verkefna sveitarfélagsins á grundvelli laga um grunnskóla nr. 91/2008, laga um leikskóla nr. 90/2008 og laga nr. 86/2021, um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða ofangreinda breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar.

2.      Námsvist utan lögheimilissveitarfélags - 2408018

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Frá Grindavíkurnefnd í Teams: Guðný Sverrisdóttir, Gunnar Einarsson, Árni Þór Sigurðsson og Pétur U Tómasson. Jóhanna Lilja Birgisdóttir í Teams, Guðjón Bragason, í Teams og sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs.

Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund, Gunnar Einarsson, Hallfríður, Helga Dís, bæjarstjóri, Hjálmar og sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs.

Lagður fram samningur um skólavist grunnskólabarna með lögheimili og búsetu í Grindavík.

3.      Aðstaða UMFG til æfinga og keppni - 2404147

Til máls tók: Ásrún.

Málinu er frestað til næsta bæjarráðsfundar.

4.      Skólabílar Grindavíkurbæjar - 2408030

Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Helga Dís, Hjálmar, bæjarstjóri, Gunnar Már og Unnar.

Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni þjónustumiðstöðvar Grindavíkurbæjar, dags 22.08.2024.

Bæjarstjórn samþykkir erindið. Jafnframt felur bæjarstjórn sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að fara yfir lausafé Grindavíkur með tilliti til mögulegrar sölu.

5.      Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss - 2408027

Til máls tóku: Ásrún, Hjálmar, Gunnar Már, Hallfríður, Unnar, bæjarstjóri, Helga Dís og Birgitta Hrund.

Lögð fram drög að nýrri samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlögð drög.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:50. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 10. september 2024

Fundur 1665

Bćjarráđ / 3. september 2024

Fundur 1664

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2024

Fundur 576

Bćjarstjórn / 21. ágúst 2024

Fundur 575

Bćjarráđ / 14. ágúst 2024

Fundur 1663

Bćjarstjórn / 23. júlí 2024

Fundur 574

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Nýjustu fréttir

Grindvíkingar ćfa í Kópavogi

  • Fréttir
  • 12. september 2024

Heitavatnslaust suđaustast í Grindavík

  • Fréttir
  • 11. september 2024

Morgunkaffi međ Ásrúnu og Hjálmari

  • Fréttir
  • 10. september 2024

8. tbl. Grindvíkings komiđ út

  • Fréttir
  • 8. september 2024

Kvikan opnar ađ nýju

  • Fréttir
  • 4. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

  • Fréttir
  • 3. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

  • Fréttir
  • 2. september 2024