Grindvíkingar heiđursgestir Menningarnćtur í Reykjavík - Fjölbreytt dagskrá í Ráđhúsinu

  • Fréttir
  • 24. ágúst 2024

Grindvíkingar verða heiðursgestir Menningarnætur sem að fram fer í Reykjavík laugardaginn 24. ágúst nk. Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður boðið upp á skemmtiatriði og veitingar á meðan birgðir endast. 

Allan daginn verða til sýnis í Ráðhúsinu málverk Pálmars Arnar Guðmundssonar þar sem hann sýnir verk frá ýmsum tímum. Einnig má sjá ljósmyndir Sigurðar Ólafs Sigurðssonar sem teknar voru í Grindavík á síðustu mánuðum. 

13:00 Setning

Kvennakórinn Grindavíkurdætur er stórskemmtilegur hópur kvenna sem flestar eru fæddar 1977-1987 og hafa tengingu við Grindavík. Kórinn mun flytja nokkur lög. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík og Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík bjóða fólk velkomið. Boðið verður upp á veitingar frá Hérastubbi, bakaríi í Grindavík á meðan birgðir endast.

13:30 Leiðsögn um málverkasýningu Pálmars Arnar Guðmundssonar

Pálmar Örn Guðmundsson er Grindvíkingum að góðu kunnur. Grindavík er allsráðandi í verkum Pálmars en hann hefur sérhæft sig í verkum af grindvískum húsum og landslagi. Pálmar segir frá bakgrunni sínum, málverknum og Grindavík þegar hann leiðir gesti um sýninguna.

14:00 Fiskur undir steini

Fiskur undir steini var frumsýnd árið 1974 og segir frá menningarmanni úr Reykjavík sem ákvað að fara til Grindavíkur og kynnast af eigin raun lífinu í sjávarþorpi úti á landi. Þar búa hörkutól og þrælað er myrkranna á milli. Sýning myndarinnar kveikti heitari umræður um menningarmál á Íslandi en dæmi eru um fyrr og síðar. Þorsteinn Jónsson segir frá gerð myndarinnar og ræðir viðbrögðin í kjölfar sýningarinnar.

14:30 Leiðsögn um ljósmyndasýningu Sigurðar Ólafs Sigurðssonar

Sigurður Ólafur Sigurðsson ljósmyndari er með bakgrunn í leit og björgun og menntun björgunarfólks. Sigurður hefur tekið fjölda ljósmynda í Grindavík á síðustu mánuðum. Á sýningu hans á Menningarnótt má sjá nokkrar þessara mynda sem ekki hafa birst almenningi, m.a. af störfum viðbragðsaðila á vettvangi. Sigurður mun segja frá ljósmyndunum og verkefnum sínum í Grindavík.

15:00 Frie Mænd

Kvikmyndin „Frie Mænd, eða "Frjálsir menn" gerist í Danmörku og fjallar um tvo menn sem vinna í fiskvinnslu. Myndin er innblásin af því umhverfi sem leikstjórinn, Óskar Kristinn Vignisson, ólst upp í í Grindavík. Myndin var m.a. sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes en hefur ekki verið sýnd áður á Íslandi. Óskar Kristinn mun segja frá myndinni, innblæstrinum o.fl.

15:30 Frumsýning á brotum úr heimildaþáttum um körfuboltaliðin úr Grindavík

Stöð 2 Sport vinnur að sex þátta heimildaþáttaseríu um körfuboltann í Grindavík og áhrifin sem jarðhræringarnar höfðu á starf körfuknattleiksdeildarinnar og leikmenn liðsins. Þrátt fyrir að Grindvíkingum hafi ekki tekist að vinna titla síðasta vetur gekk mikið á innan og utan vallar. Sýnd verða brot úr þáttunum sem ekki hafa komið fyrir augu almennings áður. Framleiðendur þáttanna munu jafnframt segja frá framleiðsluferlinu og kynnum þeirra af liðunum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 11. september 2024

Heitavatnslaust suđaustast í Grindavík

Fréttir / 8. september 2024

8. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 16. ágúst 2024

6. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 15. ágúst 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 14. ágúst 2024

Stuđningur viđ fyrirtćki enn í bođi

Fréttir / 13. ágúst 2024

Atvinnulífiđ af stađ eftir sumarfrí

Fréttir / 12. ágúst 2024

Vel sótt námskeiđ hjá Dale Carnegie