Fundur 575

  • Bæjarstjórn
  • 21. ágúst 2024

575. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í Tollhúsinu við Tryggvagötu, þriðjudaginn 20. ágúst 2024 og hófst hann kl. 14:00.

Fundinn sátu: Ásrún Helga Kristinsdóttir forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Hulda Kristín Smáradóttir varamaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður.

Einnig sat fundinn: Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Fannar Jónasson, bæjarstjóri.

Dagskrá:

1. Verkefni atvinnuteymis Grindavíkurbæjar - 2408022

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Árni Þór Sigurðsson með fjarfundarbúnaði, Guðný Sverrisdóttir og Gunnar Einarsson frá Grindavíkurnefnd. Enn fremur Guðjón Bragason ráðgjafi, Skarphéðinn Steinarsson ráðgjafi og Sigurður Kristmundsson hafnarstjóri, en saman mynda þeir atvinnuteymi Grindavíkurbæjar.

Til máls tóku: Ásrún, Gunnar, Birgitta Rán og Gunnar Már.

Atvinnuteymið gerði grein fyrir þeim verkefnum sem eru í vinnslu.

2. Námsvist utan lögheimilissveitarfélags - 2408018

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Árni Þór Sigurðsson með fjarfundarbúnaði, Guðný Sverrisdóttir, Gunnar Einarsson, Jóhanna Lilja Birgisdóttir og Angantýr Einarsson frá Grindavíkurnefnd og Guðjón Bragason ráðgjafi.

Til máls tóku: Ásrún, Jóhanna, Birgitta Hrund, bæjarstjóri, Guðjón, Gunnar Már, Gunnar, Hjálmar, Birgitta Rán, Helga Dís, Guðný og Árni Þór.

Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt neðangreinda tillögu og vísað henni til staðfestingar í bæjarstjórn:

A. GRUNNSKÓLI:

a. Leitað verði samninga við Reykjanesbæ um að tryggja börnum á grunnskólaaldri með lögheimili og búsetu í Grindavík skólavist á komandi skólaári.

b. Forráðamönnum barna sem búsett eru í öðrum sveitarfélögum en Grindavíkurbæ og Reykjanesbæ verði bent á þennan valkost en gengið verði út frá því sem meginreglu að fjölskyldur skrái lögheimili þar sem þær hafa aðsetur. Enginn skólaakstur verði í boði fyrir grunnskólabörn á milli aðseturssveitarfélags og grunnskóla.

c. Öllum umsóknum vegna barna á grunnskólaaldri með lögheimili í Grindavík um skólavist í öðru sveitarfélagi en samningssveitarfélagi verði synjað. Í þeim tilvikum verði foreldrum boðin aðstoð.

d. Skólaakstur til og frá Grindavík verður ekki í boði á meðan búseta er talin ótrygg í Grindavíkurbæ.

B. LEIKSKÓLI:

Öllum umsóknum vegna barna á leikskólaaldri með lögheimili í Grindavík um leikskólavist í öðru sveitarfélagi verði synjað. Í þeim tilvikum verði foreldrum boðin aðstoð.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða framangreinda tillögu. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra, í samráði við framkvæmdanefnd og forstöðumann þjónustuteymis, að vinna markvisst að úrbótum varðandi þau álitaefni sem rædd eru í fyrirliggjandi minnisblöðum um stöðu skólamála. Áhersla verði lögð á að ganga úr skugga um að öll börn á skólaskyldualdri séu innrituð í grunnskóla og tryggja lögbundin gagnaskil til viðtökuskóla sem allra fyrst. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að gerð verði breyting á samþykkt sveitarfélagsins þannig að lögbundin verkefni á sviði fræðslumála færist til þjónustuteymis.

Bæjarstjórn veitir bæjarstjóra heimild til að ráða starfsfólk til tímabundinna verkefna til að tryggja framkvæmd brýnna lögbundinna verkefna. 

3. Aðgerðaáætlun vegna innviða í Grindavík - 2408019

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Árni Þór Sigurðsson með fjarfundarbúnaði, Guðný Sverrisdóttir, Gunnar Einarsson og Angantýr Einarsson frá Grindavíkurnefnd. Enn fremur Guðjón Bragason ráðgjafi.

Til máls tóku: Ásrún, Gunnar, bæjarstjóri, Guðný, Hjálmar og Hulda Kristín.

Fyrir fundinum lá aðgerðaáætlun Grindavíkurnefndar vegna viðgerða á innviðum innan þéttbýlis Grindavíkur. Aðgerðirnar miða að því að tryggja virkni og öryggi innviða, þar á meðal á gatnakerfi, lögnum og opnum svæðum.

4. Reglur um stuðningsþjónustu - 2408023

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Guðjón Bragason ráðgjafi og Stefanía Sigríður Jónsdóttir deildarstjóri öldrunarþjónustu.

Til máls tóku: Ásrún, Stefanía Sigríður, Guðjón, Birgitta Rán og Hjálmar.

Lögð fram drög að reglum um stuðningsþjónustu hjá Grindavíkurbæ. Við samþykkt reglnanna falla úr gildi eldri reglur um félagslega heimaþjónustu og reglur um liðveislu.

Bæjarstjórn felur Stefaníu Sigríði og Nökkva Má Jónssyni sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að vinna málið áfram. 

5. Samþykktir og stjórnsýsla Grindavíkurbæjar - Tillögur vinnuhóps - 2406069

Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Guðjón Bragason ráðgjafi.

Til máls tóku: Ásrún, Guðjón, Hjálmar, Birgitta Rán, Birgitta Hrund, Gunnar Már, bæjarstjóri og Hulda Kristín.

Lögð fram til síðari umræðu bæjarstjórnar tillaga vinnuhóps bæjarfulltrúa um tímabundna breytingu á samþykkt um stjórn Grindavíkurbæjar.

Með vísan til umræðu um fræðslumál fyrr á fundinum samþykkti bæjarstjórn breytingartillögu sem heimilar bæjarstjórn að fela framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ að taka að sér verkefni á sviði fræðslumála fyrir hönd bæjarins.

Bæjarstjórn vísar málinu svo breyttu til þriðju umræðu.

6. Rýni á aðgerðum tengt jarðhræringum á Reykjanesi - 2405153

Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Guðjón Bragason ráðgjafi.

Til máls tóku: Ásrún, Gunnar Már, Guðjón og bæjarstjóri.

Lögð fram skýrsla um rýni jarðhræringa á Reykjanesi 25. október til 23. maí 2024.

7. Fjárhagsáætlun 2024 - Viðauki vegna breyttra forsendna í rekstri Grindavíkurbæjar - 2408007

Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Guðjón Bragason ráðgjafi.

Til máls tók: Ásrún.

Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024 vegna lækkunar tekna að fjárhæð 1.171.235 kr. Fjármögnun er með lækkun gjalda að fjárhæð 1.204.689 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs samhljóða. 

8. Fálkahlíð 4 og 6, fyrirspurn um skipulagsmál. - 2407014

Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Guðjón Bragason ráðgjafi.

Til máls tóku: Ásrún og Gunnar Már.

Lögð fram fyrirspurn frá Lagnaþjónustu Þorsteins vegna Fálkahlíðar 4 og 6. Bæjarstjórn vísar málinu til afgreiðslu hjá skipulagsfulltrúa Grindavíkurbæjar.

9. Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2024 - 2404095

Til máls tók: Ásrún.

Fundargerð 803. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 14. ágúst sl. er lögð fram til kynningar.

10. Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2024 - 2403177

Til máls tók: Ásrún.

Fundargerð 560. fundar stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. dags. 13. ágúst sl. er lögð fram til kynningar.

11. Bæjarráð Grindavíkur - 1663 - 2408002F

Til máls tók: Ásrún.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12. Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 82 - 2407002F

Til máls tók: Ásrún.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:05.


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarstjórn / 30. apríl 2025

Fundur 584

Bæjarráð / 10. apríl 2025

Fundur 1680

Innviðanefnd / 26. mars 2025

Fundur 6

Bæjarstjórn / 25. mars 2025

Fundur 583

Bæjarráð / 11. mars 2025

Fundur 1678

Bæjarráð / 4. mars 2025

Fundur 1677

Bæjarstjórn / 26. febrúar 2025

Fundur 582

Bæjarráð / 18. febrúar 2025

Fundur 1676

Innviðanefnd / 17. febrúar 2025

Fundur 5

Bæjarstjórn / 28. janúar 2025

Fundur 581

Bæjarráð / 21. janúar 2025

Fundur 1675

Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. janúar 2025

Fundur 86

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júlí 2024

Fundur 82

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. maí 2024

Fundur 81

Afgreiðslunefnd byggingamála / 27. maí 2024

Fundur 80

Afgreiðslunefnd byggingamála / 18. apríl 2024

Fundur 79

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. nóvember 2024

Fundur 85

Afgreiðslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2024

Fundur 84

Afgreiðslunefnd byggingamála / 26. ágúst 2024

Fundur 83

Afgreiðslunefnd byggingamála / 8. júní 2023

Fundur 73

Afgreiðslunefnd byggingamála / 11. maí 2023

Fundur 72

Innviðanefnd / 16. desember 2024

Fundur 3

Innviðanefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 14. janúar 2025

Fundur 1674

Samfélagsnefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 7. janúar 2025

Fundur 1673

Bæjarstjórn / 17. desember 2024

Fundur 580

Samfélagsnefnd / 11. desember 2024

Fundur 3

Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bæjarráð / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bæjarráð