Þjónustuteymi fyrir Grindvíkinga útvegar Grindvíkingum úrræði til að takast á við afleiðingar jarðhræringanna. Þar má sérstaklega nefna sálfræðiþjónustu fyrir bæði börn og fullorðna sem teymið útvegar í samstarfi við opinberar stofnanir og sjálfstætt starfandi sálfræðinga.
Þjónustuteymið veitir m.a. ráðgjöf vegna skólamála barna og ungmenna, stuðning vegna atvinnuleitar og húsnæðismála.
Þegar óskað er eftir ráðgjöf hjá þjónustuteymi Grindavíkur þarf að senda inn beiðni með rafrænum skilríkjum á vefsvæðinu Fyrir Grindavík á Ísland.is. Einnig er hægt er að hafa samband til að fá frekari upplýsingar í síma 545-0200 á milli 10:30 og 12:00 mánudaga til fimmtudaga eða með því að senda tölvupóst á radgjof@grn.is