Fyrirtæki og sjálfstætt starfandi einstaklingar í Grindavík geta sótt um sérstakan rekstrarstuðning vegna tekjufalls sem rekja má til náttúruhamfara í Grindavíkurbæ.
Stuðningurinn tekur til almanaksmánaðanna nóvember 2023 til og með desember 2024.
Umsókn um rekstrarstuðning skal beint til Skattsins fyrir hvern almanaksmánuð og eigi síðar en 31. mars 2025.
Fjárhæð rekstrarstuðnings
Rekstrarstuðningur vegna hvers almanaksmánaðar ákvarðast af því hvor eftirtalinna fjárhæða er lægri:
1. Rekstrarkostnaður umsækjanda þann almanaksmánuð sem umsókn varðar.
2. Margfeldi eftirfarandi stærða (margfalda saman stafliði a. * b. * c.):
a. 600 þúsund kr.
b. Fjöldi stöðugilda hjá umsækjanda í nóvember 2023, að hámarki tíu stöðugildi.
c. Tekjufall skv. 2. tölul. 4. gr. (%)
Hvaða breytingar voru gerðar á lögunum í júní?
Nokkrar breytingar voru gerðar á skilyrðum til að fá rekstrarstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ með lögum nr. 65/2024 (bandormslög). Vegna lagabreytinganna hefur Skatturinn endurákvarðað rekstrarstuðning hjá þeim sem hafa nú þegar fengið greiddan/sótt um stuðning miðað við nýjar reglur ef það leiðir til hækkunar á stuðningnum. Ekki þarf að sækja um þetta sérstaklega.
Atvinnuteymi Grindavíkurbæjar hvetur rekstraraðila sem ekki hafa þegar sótt um rekstrarstuðning að kynna sér leiðbeiningar og umsóknarferli á skatturinn.is. Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi skilyrðum sem breyttust í júní:
Sjá dæmi til útskýringa á skatturinn.is
Rekstrarkostnaður í umsóknarmánuði er kr. 2.000.000
Fjöldi stöðugilda í nóvember 2023 er 5,75
Tekjufall er 45% (ef tekjufall er umfram 50% telst það sem 100% tekjufall)
Saman reiknast það 600.000 kr. x 5,75 x 45% = 1.552.500
Sem er lægra en viðmið skv. tölulið eitt.
Ákvarðaður styrkur getur því orðið kr. 1.552.500