Stuđningur viđ fyrirtćki enn í bođi

  • Fréttir
  • 14. ágúst 2024

Á vegum stjórnvalda hefur atvinnurekstri í Grindavík staðið til boða nokkur stuðningsúrræði til að mæta þeim vandræðum sem eru í rekstri fyrirtækja við þær kringumstæður sem eru vegna náttúruhamfara. Mikilvægt er að forsvarsmenn fyrirtækja þekki vel til þessa og sæki um tímanlega.

Í júní voru samþykktar nokkrar breytingar á lögum er varða stuðningsaðgerðir stjórnvalda til atvinnufyrirtækja í Grindavík. Með þeim breytingum voru annars vegar rýmkuð nokkuð þau skilyrði sem eru á að fá fjárhagsstuðning. Hins vegar var lengt í tímamörkum stuðnings.

Launastuðningur Vinnumálastofnunar hefur gagnast mörgum fyrirtækjum og launþegum. Atvinnurekendur og sjálfstætt starfandi einstaklingar geta einnig sótt um launastuðning vegna sjálf sín. Launastuðningur hefur verið í boði frá 11. nóvember 2023 en lýkur nú í lok ágúst. Hægt verður að sækja um til 30. nóvember nk. Á heimasíðu Vinnumálastofnunar er ítarlega fjallað um launastuðning og þar má jafnframt sækja um.

Rekstrarstuðningur vegna náttúruhamfara hefur verið í boði það sem af er þessu ári. Fyrirtæki sem hafa orðið fyrir tekjufalli geti með rekstrarstuðningi viðhaldið nauðsynlegri starfsemi, varðveitt viðskiptasambönd og hafið þannig starfsemi með stuttum fyrirvara. Rekstrarstuðningur er til að bæta kostnað sem fyrirtæki verða fyrir miðað við þessar kringumstæður. Stuðningur reiknast á stöðugildi og þá ýmist í þeim mánuði sem sótt er um fyrir eða fjölda starfsmanna sem var um miðjan nóvember þegar náttúruhamfarir hófust. Í lok júní stóð bærinn fyrir kynningarfundi í samstarfi við Skattinn og fjármálaráðuneytið. Hlekkur á fundinn, frekara kynningarefni og upplýsingar um hvernig má sækja um má nálgast hér.

Atvinnuteymi Grindavíkur vill hvetja alla forsvarsmenn Grindvískra fyrirtækja til að kanna hvort framangreindar stuðningsaðgerðir eigi við og þá að sækja um stuðning. Vegna þeirra breytinga sem hafa verið gerðar á úrræðum í júní síðastliðnum  er ástæða til að kanna hvort forsendur hafi breyst.

Atvinnuteymi Grindavíkur hyggst á næstunni ná tali af sem flestum forsvarsmanna fyrirtækja í bænum. Tilgangur þess er annars vegar að skýra frekar réttindi fyrirtækja til stuðnings og hins vegar að fá betri innsýn í hvert er umfang atvinnurekstrar í Grindavík og kortleggja nánar þær áskoranir sem fyrirtækin búa við. Þó mörg þeirra hafa náð að halda áfram rekstri eru önnur sem hafa lítið sem ekkert getað starfað.

Atvinnuteymi Grindavíkur er sem fyrr reiðubúið að aðstoða fyrirtæki eftir því sem tök eru á. Hafa má samband á netfangið atvinnulif@grindavik.is.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 12. september 2024

Grindvíkingar ćfa í Kópavogi

Fréttir / 10. september 2024

Morgunkaffi međ Ásrúnu og Hjálmari

Fréttir / 4. september 2024

Kvikan opnar ađ nýju

Fréttir / 26. ágúst 2024

Kalka opnar ađ nýju í Grindavík

Fréttir / 16. ágúst 2024

6. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 15. ágúst 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 14. ágúst 2024

Stuđningur viđ fyrirtćki enn í bođi

Fréttir / 13. ágúst 2024

Atvinnulífiđ af stađ eftir sumarfrí