2.570 međ lögheimili í Grindavík

  • Fréttir
  • 1. ágúst 2024

2.570 manns voru með skráð lögheimili í Grindavík þann 29. júlí sl. Hefur íbúum með lögheimili þar fækkað um 1.172 frá því í nóvember 2023 eða um 31,3%.

Af þeim sem skráð eru með lögheimili í Grindavík eru 1.906 með skráð aðsetur tímabundið utan Grindavíkur. Með þeirri skráningu heldur einstaklingur lögheimili sínu og þeim réttindum sem því fylgja en aðsetur er skráð þar sem dvalið er tímabundið vegna aðstæðna.

Af þeim sem flutt hafa lögheimili sitt eða skráð aðsetur í öðru sveitarfélagi eru um 45% skráð til heimilis á höfuðborgarsvæðinu og 39% á Suðurnesjum. Um 10% eru á Suðurlandi. 


Deildu ţessari frétt