Fundur 574

  • Bćjarstjórn
  • 31. júlí 2024

574. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 23. júlí 2024 og hófst hann kl. 14:00.

Fundinn sátu: Ásrún Helga Kristinsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson, varamaður, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, 1. varaforseti, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Guðjón Bragason, lögfræðingur.

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.      Beiðni um viðauka - Aðgerðaráætlun vegna innviðaframkvæmda - 2407046

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Einarsson og Guðný Sverrisdóttir frá Grindavíkurnefnd og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Til máls tóku: Helga Dís, Árni Þór, Hallfríður, bæjarstjóri, Gunnar Már, Gunnar Einarsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Hjálmar.

Aðgerðaáætlun um innviðaframkvæmdir frá framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ (Grindavíkurnefnd) lögð fram. Heildarkostnaður vegna viðgerða á innviðum innan þéttbýlis í Grindavík er áætlaður um 470 m.kr. og að framkvæmdatími forgangsröðunar 1-4 gæti orðið 6-9 mánuðir. Gert er ráð fyrir að skipting heildarkostnaðar milli ríkisins og sveitarfélagsins verði þannig að ríkið greiði um 440 m.kr. og Grindavíkurbær 30 m.kr.

Lögð fram beiðni um viðauka að fjárhæð 30 m.kr. fyrir framlagi Grindavíkurbæjar sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukabeiðnina samhljóða.

2.      Beiðni um búnaðarkaup - 2407045

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

Til máls tóku: Helga Dís, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Hjálmar, Gunnar Már, Hallfríður, Birgitta Hrund, bæjarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Birgitta Rán.

Lögð fram beiðni frá slökkviliðsstjóra um kaup á eftirfarandi búnaði:

Bifreið 8.000.000 kr.

Buggy bíl 7.680.000 kr.

Alls 15.680.000 kr.

Fjármögnun verði með hækkun tekna slökkviliðs að fjárhæð 15.680.000 kr.

Bæjarstjórn frestar ákvörðun málsins og óskar eftir að slökkviliðsstjóri mæti á næasta bæjarstjórnarfund.

3.      Niðurrif á Hópinu - 2406039

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Til máls tóku: Helga Dís, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, bæjarstjóri, Birgitta Rán, Birgitta Hrund, Hallfríður, Gunnar Már og Hjálmar.

Framhald frá síðasta fundi. Nú liggur fyrir að engin not geta verið af húsinu þar sem umtalsverðar formbreytingar hafa orðið á stálvirki hússins og annað burðarvirki er altjónað.

Lagt fram tilboð í niðurrif á Hópinu frá HP Gámum og Jóni og Margeir ehf. að fjárhæð 26.797.400 kr.

Bæjarstjórn samþykkir tilboðið samhljóða og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að vinna málið áfram.

4.      Fálkahlíð 4 og 6, fyrirspurn um skipulagsmál. - 2407014

Til máls tóku: Helga Dís, Guðjón, Hallfríður, Birgitta Hrund og bæjarstjóri.

Lögð fram fyrirspurn frá Lagnaþjónustu Þorsteins vegna Fálkahlíðar 4 og 6.

Starfsmenn Grindavíkurbæjar funduðu með Þorsteini og lögmanni hans 16. júlí sl. og er málið í vinnslu.

5.      Samþykktir og stjórnsýsla Grindavíkurbæjar - Tillögur vinnuhóps - 2406069

Til máls tóku: Helga Dís, Guðjón, Hallfríður, bæjarstjóri, Hallfríður, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar, Birgitta Hrund, Birgitta Rán og Gunnar Már.

Fundargerð 3. fundar vinnuhóps um breytingar á samþykktinni, dags. 3. júlí 2024 er lögð fram.

Lögð fram til kynningar auglýsing innviðaráðherra nr. 844/2024, um ákvörðun ráðherra til að tryggja hæfi bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélagsins. Auglýsingin felur í sér framlengingu á auglýsingu um sama efni, nr. 333/2024 og gildir frá 15. júlí 2024 til 15. nóvember 2024.

Einnig lögð fram til fyrri umræðu bæjarstjórnar tillaga vinnuhóps bæjarfulltrúa um tímabundna breytingu á samþykkt um stjórn Grindavíkurbæjar. Í tillögunni er lagt til nýtt bráðabirgðaákvæði, sem m.a. felur í sér fækkun fastanefnda til loka yfirstandandi kjörtímabils. Markmið breytinga er að auka skilvirkni stjórnsýslu Grindavíkurbæjar ásamt því að ná fram hagræðingu í rekstri bæjarins.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa breytingum á samþykktinni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

6.      Gjaldfrjálsar skólamáltíðir - 2407032

Til máls tóku: Helga Dís, Birgitta Hrund, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Guðjón.

Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til sveitarfélaga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir ásamt viðauka um framlög vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða ágúst til september 2024.

7.      Erindi frá embætti ríkislögreglustjóra - 2407033

Til máls tóku: Helga Dís, bæjarstjóri, Hjálmar, Birgitta Hrund og Hallfríður.

Lagt fram erindi frá verkefnastjóra Almannavarna ríkislögreglustjóra þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við að standsetja sérhæfða bifreið sem getur nýst vel sem færanleg vettvangsstjórnstöð.

Bæjarstjórn tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að afla frekari gagna um málið.

8.      Fundargerðir 2024 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2407047

Til máls tóku: Helga Dís, Hallfríður og bæjarstjóri.

Fundargerð 948. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. maí 2024, er lögð fram til kynningar.

9.      Fundargerðir 2024 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2407047

Til máls tók: Helga Dís.

Fundargerð 949. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 13. júní 2024, er lögð fram til kynningar.

10.      Fundargerðir 2024 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2407047

Til máls tók: Helga Dís.

Fundargerð 950. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. júní 2024, er lögð fram til kynningar.

11.      Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2024 - 2403177

Til máls tóku: Helga Dís, Birgitta Hrund, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar, Hallfríður, Birgitta Rán.

Fundargerð 559. fundar stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf., dags. 11. júní sl. er lögð fram til kynningar.

12.      Fundargerðir 2024 - Samtök orkusveitarfélaga - 2407034

Til máls tóku: Helga Dís, Hallfríður og bæjarstjóri.

Fundargerð 73. fundar stjórnar samtaka orkusveitarfélaga, dags. 21. júní 2024 er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bćjarráđ / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bćjarráđ

Innviđanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviđanefnd

Bćjarráđ / 5. nóvember 2024

Fundur 1669

Bćjarstjórn / 29. október 2024

Fundur 578

Innviđanefnd / 10. október 2024

Fundur 1

Samfélagsnefnd / 16. október 2024

Fundur 1

Bćjarráđ / 22. október 2024

Fundur 1668

Bćjarráđ / 8. október 2024

Fundur 1667

Bćjarráđ / 17. september 2024

Fundur 1666

Bćjarstjórn / 24. september 2024

Fundur 577

Bćjarráđ / 10. september 2024

Fundur 1665

Bćjarráđ / 3. september 2024

Fundur 1664

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2024

Fundur 576

Bćjarstjórn / 21. ágúst 2024

Fundur 575

Bćjarráđ / 14. ágúst 2024

Fundur 1663

Bćjarstjórn / 23. júlí 2024

Fundur 574

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Nýjustu fréttir

Jólabođ eldri borgara úr Grindavík

  • Fréttir
  • 3. desember 2024

Móttökustöđ Kölku lokuđ í dag

  • Fréttir
  • 2. desember 2024

Foreldranámskeiđ fyrir Grindvíkinga

  • Fréttir
  • 2. desember 2024

Spjall og frćđsla í mánudagskaffi

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Eddi í Hópsnesi í kaffispjalli í Kvikunni

  • Fréttir
  • 26. nóvember 2024