Landađ í blíđskaparveđri í Grindavík

  • Fréttir
  • 24. júní 2024

Línuskipin Valdimar GK-195 og Páll Jónsson GK-7 komu til Grindavíkurhafnar nú í morgun í blíðskaparveðri. Eins og venja er, er það löndunarþjónustan Klafar, Fiskmarkaður Suðurnesja og Jón og Margeir sem landa og flytja aflann til viðtakenda.

Valdimar landaði um 50 tonnum af bolfiski. Drjúgur partur af aflanum, að mestu þorskur,- rúmlega 30 tonn og - 5 tonn af löngu var sendur til vinnslu hjá Fiskkaupum en ýsan um 5 tonn fór til vinnslu hjá Kambi, restin um 9 tonn var blandaður afli sem fór á Fiskmarkað Suðurnesja.

Verið er að landa úr Páli Jónssyni, um 60 tonnum af bolfiski sem að mestu saman stendur af keilu og löngu til saltfiskvinnslu Vísis í Grindavík, einnig fer blandaður afli á Fiskmarkaðinn.

Von er á að Sighvatur GK-57 komi innan skamms með um 30 tonn mest keilu og löngu og nokkur tonn af blönduðum afla á Fiskmarkaðinn.

Lifrin af þessum skipum er að mestu unnin í niðursuðuverksmiðju Ægir Seafood í Grindavík.

Samkvæmt Öldu Gylfadóttur framleiðslustjóra hjá Einhamri Seafood eru aflabrögð ágæt hjá þeirra bátum, fiskvinnsla Einhamars Seafood vinnur daglega afla af sínum bátum sem landa þessar vikurnar á Norðfirði, auk þess sem þau kaupa strandveiðfisk af markaði.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. júlí 2024

Grindavíkurvegur opinn ađ hluta

Fréttir / 24. júní 2024

Landađ í blíđskaparveđri í Grindavík

Fréttir / 21. júní 2024

Sumarhátíđ Leikskólans Lautar

Fréttir / 18. júní 2024

Ţjónustuteymi Grindavíkur

Fréttir / 31. maí 2024

Fjölskyldutónleikar Sjóarans síkáta

Fréttir / 31. maí 2024

3. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 30. maí 2024

„Ţađ ţarf ađ minna fólk á“