Dale Carnegie námskeiđ fyrir 16-19 ára ungmenni úr Grindavík

  • Fréttir
  • 22. júní 2024

Rauði krossinn í samstarfi við Grindavíkurbæ með styrk frá Ríó Tinto býður 16-19 ára ungmennum (fæddum 2006-2008) úr Grindavík á námskeið hjá Dale Carnegie. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Námskeiðið er í 8 skipti, tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum og hefst 19. ágúst frá kl. 17.30 til 21.30.

Um er að ræða gefandi og skemmtilegt námskeið sem ýtir undir frumkvæði og eflir sjálfstraust. Að hafa jákvæða sjálfsmynd og trú á sjálfan sig hefur sjaldan verið jafn mikilvægara. Á þessu námskeiði lærum við að þekkja okkur sjálf betur, setja okkur markmið og þjálfum færni sem gerir okkur kleift að ná þeim. 

Námskeiðið er staðbundið og fer fram í Ármúla 11 í Reykjavík. Skráning er á dale.is eða í síma 555 7080. 

Einnig er hægt að fá ókeypis ráðgjöf með því að senda póst á upplýsingar@dale.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. júlí 2024

Grindavíkurvegur opinn ađ hluta

Fréttir / 24. júní 2024

Landađ í blíđskaparveđri í Grindavík

Fréttir / 21. júní 2024

Sumarhátíđ Leikskólans Lautar

Fréttir / 18. júní 2024

Ţjónustuteymi Grindavíkur

Fréttir / 31. maí 2024

Fjölskyldutónleikar Sjóarans síkáta

Fréttir / 31. maí 2024

3. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 30. maí 2024

„Ţađ ţarf ađ minna fólk á“