Rauði krossinn í samstarfi við Grindavíkurbæ og Þjóðkirkjuna með styrk frá Ríó Tinto styrkja eldri borgara í Grindavík til dvalar í Orlofsbúðunum að Löngumýri í Skagafirði 14.-19. júlí í sumar. Verð er 40.000 kr. á mann og er allt innifalið.
Skráningin fer fram á www.eystra.is. Þar er flipi á Löngumýri eða Orlofsdvöl. Hvort tveggja leiðir inn á skráninguna þar sem velja þarf hóp 7 - aðeins fyrir Grindvíkinga. Nánari upplýsingar munu berast í tölvupósti að skráningu lokinni. Til að tryggja sem besta nýtingu er gott að fólk sem getur hugsað sér að vera með herbergisfélaga skrái það og hver það væri. Það eykur möguleikana því það eru mun fleiri tveggja manna herbergi.
Margrét Steinunn og Arna Ingólfsdóttir fylgja hópnum norður og dvelja alla dagana.
Brottför frá Breiðholtskirkju, kl.13 á sunnudegi, 14.júlí og komið heim um miðjan dag á föstudegi, 19.júlí.
ORLOFSDVÖL ELDRI BORGARA Á LÖNGUMÝRI
Á hverju sumri starfrækir kirkjan orlofsbúðir fyrir heldri borgara landsins. Þær eru staðsettar að Löngumýri í Skagafirði, á fallegum stað í nágrenni Varmahlíðar.
Hópurinn dvelur 5 nætur og hefur hver dagur sína dagskrá sem er valfrjáls fyrir þátttakendur. Boðið er upp á morgunleikfimi, gönguferðir, fræðslustundir, helgistundir, spil og söng. Nægur tími gefst til að spjalla og njóta útiveru en einstaklega fallegur og skjólsæll garður umkringir húsið.
Allur matur er heimalagaður og gist er í eins til þriggja manna herbergjum í uppbúnum rúmum.
Sumarið 2024 verða í boði sjö dvalartímabil, síðasta vikan 14.-19.júlí stendur Grindvíkingum til boða.
Innifalið í dvalargjaldinu er:
Hvað er í boði á Löngumýri?
Innifalin í verði dvalarinnar er rútan, aðgangur á þá staði sem skoðaðir verða og kaffiveitingar.