Rauði krossinn í samstarfi við Grindavíkurbæ með styrk frá Ríó Tinto býður unglingum úr Grindavík á námskeið hjá Dale Carnegie. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Þetta er gefandi og skemmtilegt námskeið sem ýtir undir frumkvæði og eflir sjálfstraust. Að hafa jákvæða sjálfsmynd og trú á sjálfan sig hefur sjaldan verið mikilvægara. Á þessu námskeiði lærum við að þekkja okkur sjálf betur, setja okkur markmið og þjálfum færni sem gerir okkur kleift að ná þeim.
Við vitum að unglingar hafa ríka þörf á að upplifa viðurkenningu á því hver þau eru og mætum við þeim á jafningjagrundvelli. Þau eru hvött til þess að segja sínar skoðanir og láta til sín taka. Í gegnum fjölbreytt ar og skemmtilegar æfingar þjálfumst við í að stíga út fyrir þægindahringinn og takast á við áskoranir. Aukið jákvætt viðhorf gerir okkur kleift að hugsa í lausnum þegar við stöndum frammi fyrir erfiðum verkefnum. Við þjálfumst í því að vinna með öðrum og mynda sterkari tengsl við fólkið í kringum okkur. Á námskeiðinu einblínum við á þá jákvæðu eiginleika sem koma fram með því að hrósa og hvetja áfram.
Áherslur á námskeiðinu:
Tveir aldurshópar eru í boði:
Námskeiðið er staðbundið og fer fram í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Skráning er á dale.is eða í síma 555 7080.
Einnig er hægt að fá ókeypis ráðgjöf með því að senda póst á upplýsingar@dale.is