Dale Carnegie námskeiđ fyrir ungt fólk úr Grindavík

  • Fréttir
  • 15. júní 2024

Rauði krossinn í samstarfi við Grindavíkurbæ með styrk frá Ríó Tinto býður unglingum úr Grindavík á námskeið hjá Dale Carnegie. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Þetta er gefandi og skemmtilegt námskeið sem ýtir undir frumkvæði og eflir sjálfstraust. Að hafa jákvæða sjálfsmynd og trú á sjálfan sig hefur sjaldan verið mikilvægara. Á þessu námskeiði lærum við að þekkja okkur sjálf betur, setja okkur markmið og þjálfum færni sem gerir okkur kleift að ná þeim.

Við vitum að unglingar hafa ríka þörf á að upplifa viðurkenningu á því hver þau eru og mætum við þeim á jafningjagrundvelli. Þau eru hvött til þess að segja sínar skoðanir og láta til sín taka. Í gegnum fjölbreytt ar og skemmtilegar æfingar þjálfumst við í að stíga út fyrir þægindahringinn og takast á við áskoranir. Aukið jákvætt viðhorf gerir okkur kleift að hugsa í lausnum þegar við stöndum frammi fyrir erfiðum verkefnum. Við þjálfumst í því að vinna með öðrum og mynda sterkari tengsl við fólkið í kringum okkur. Á námskeiðinu einblínum við á þá jákvæðu eiginleika sem koma fram með því að hrósa og hvetja áfram.

Áherslur á námskeiðinu:

  • Lærum frumkvæði í samskiptum og byggja ný vinasambönd
  • Eflum sjálfstraust og lærum að þekkja okkur sjálf og okkar tilfinningar
  • Lærum aðferðir til að vinna með kvíða og streitu og kalla fram jákvæðar hugsanir
  • Lærum hvað hrós og hvatning getur haft jákvæð áhrif á okkur sjálf og aðra
  • Þjálfum okkur í að tala fyrir framan hóp og verða betri í tjáningu
  • Vinnum með aðferðir til að styrkja sambönd við þau sem skipta okkur máli • Vinnum með markmiðasetningu, skipulag og gildin okkar
  • Skoðum ávinning þess að vera dugleg og leggja okkur fram
  • Aukum hjá okkur hugrekki til að taka af skarið og framkvæma

Tveir aldurshópar eru í boði:

  • Börn á aldrinum 12 til 13 ára (7.-8.bekkur 2011-2012 árgangur) 12. til 16. ágúst frá 8.30 til 12.30 
  • Börn á aldrinum 14 til 15 ára (8.-9.bekkur 2009-2010 árgangur) 12. til 16. ágúst frá 13.00 til 17.00

Námskeiðið er staðbundið og fer fram í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Skráning er á dale.is eða í síma 555 7080. 

Einnig er hægt að fá ókeypis ráðgjöf með því að senda póst á upplýsingar@dale.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. apríl 2025

Opnunartími sundlaugarinnar um páskana

Fréttir / 16. apríl 2025

Ţurfum ađ fá heimild til ađ gista heima

Fréttir / 16. apríl 2025

„Viđ förum aftur heim“

Fréttir / 11. apríl 2025

Ný stuđningsúrrćđi fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 4. apríl 2025

Gefđu von

Fréttir / 4. apríl 2025

Opiđ til Grindavíkur

Fréttir / 3. apríl 2025

Ađgengi takmarkađ til Grindavíkur

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík