571. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í Tollhúsi við Tryggvagötu, þriðjudaginn 11. júní 2024 og hófst hann kl. 14:00.
Fundinn sátu: Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Guðjón Bragason, lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
1. Ástand húseigna Grindavíkurbæjar eftir náttúruhamfarir - 2405155
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Grettir Haraldsson, ráðgjafi, Sindri Þrastason, ráðgjafi. Hanna Dóra Másdóttir, Guðný Sverrisdóttir, Gunnar Einarsson og Árni Þór Sigurðsson frá Grindavíkurnefnd. Einnig sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og forstöðumaður áhaldahúss.
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Grettir, Helga Dís, forstöðumaður áhaldahúss, Hallfríður, Sindri, bæjarstjóri, Hjálmar, Gunnar Már og Gunnar Einarsson.
Minnisblöð um ástand fasteigna í eigu Grindavíkurbæjar eru lögð fram.
Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs er falið að forgangsraða verkefnum og kostnaðarmeta og leggja fyrir bæjarstjórn.
2. Aðgerðaráætlun fyrir framkvæmdanefnd - 2406034
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Grettir Haraldsson, ráðgjafi, Sindri Þrastason, ráðgjafi. Hanna Dóra Másdóttir, Guðný Sverrisdóttir og Gunnar Einarsson frá Grindavíkurnefnd. Einnig sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og forstöðumaður áhaldahúss.
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Hallfríður, bæjarstjóri, Gunnar, Guðný, Guðjón, Hjálmar og Hanna Dóra.
Lagt fram minnisblað frá vinnufundi í Grindavík þann 6. júní sl. vegna aðgerðaráætlunar um innviði.
3. Óveruleg breyting á deiliskipulagi Bláa lónsins - 2403185
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Til máls tóku: Ásrún og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Skipulagsnefnd tók deiliskipulagsbreytingu fyrir Norðurljósaveg 9 og 9a á fundi nr. 133 þann 3. júní sl. í kjölfar þess að grenndarkynningu var lokið. Grenndarkynning fór fram í samræmi við 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir bárust frá báðum umsagnaraðilum. Skipulagsnefnd hefur farið yfir umsagnir og þær breytingar sem gerðar voru og telur þær fullnægjandi.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim sem gerðu athugasemd við tillöguna og ljúka málinu skv. 2. gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
4. Niðurrif á Hópinu - 2406039
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Gunnar Már. Bæjarstjórn heimilar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að hefja undirbúningsvinnu við niðurrif á Hópinu.
5. Kalka - sorphirða og gámaplan á tímum náttúruhamfara - 2406032
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir í stjórn Kölku, forstöðumaður áhaldahúss, Gunnar Einarsson, Guðný Sverrisdóttir og Hanna Dóra Másdóttir. Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ragnheiður, Hallfríður, forstöðumaður áhaldahúss, Birgitta Hrund, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Helga Dís og Hjálmar.
Lagður fram tölvupóstur frá Kölku, dags. 28. maí sl. varðandi opnunartíma gámaplans og fjölda sorpíláta við íbúðarhúsnæði í Grindavík.
Bókun Bæjarstjórn Grindavíkur leggur til að Kalka endurskoði opnunartíma gámasvæðisins í Grindavík, tíðari losun þess og auki aðgengi að svæðinu tímabundið á meðan eftirspurn eftir þjónustunni er mikil með því að lengja opnun á laugardögum og að hafa opið á sunnudögum.
Jafnframt óskar bæjarstjórn eftir því að nytjagámi verði komið fyrir í bæjarfélaginu til að lágmarka umhverfisáhrif og almenna sóun. Þá er óskað eftir viðræðum við Kölku um almenna sorphirðu í Grindavíkurbæ.
6. Jarðskjálftar, landris og eldgos í Grindavík 2024 - 2401118
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri skipulags og umhverfissviðs, Hallfríður, bæjarstjóri og Helga Dís.
Farið yfir stöðu mála.
7. Áskorun fyrirtækjaeigenda í Grindavík - 2406016
Til máls tóku: Ásrún, Guðjón, Hallfríður, bæjarstjóri, Hjálmar, Helga Dís, Gunnar Már, Birgitta Hrund og Birgitta Rán.
Lögð fram áskorun fyrirtækjaeigenda í Grindavík til bæjarstjórnar Grindavíkur varðandi lokunarpósta.
Bókun
Bæjarstjórn Grindavíkur bindur miklar vonir við að fljótlega skapist aðstæður til að leggja niður lokunarpóstana. Sú framkvæmd og mat á þörf fyrir lokunarpósta liggur í höndum lögreglustjórans á Suðurnesjum og framkvæmdanefndarinnar eins og lög kveða á um. Bæjarstjórn hvetur framangreinda aðila til að skoða áskorunina með jákvæðum augum.
8. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar - bráðabirgðaheimildir - 2406037
Til máls tóku: Ásrún, Guðjón, Helga Dís, Hjálmar og Gunnar Már.
Guðjón Bragason lögfræðingur fór yfir ákvæði auglýsingar um ákvörðun innviðaráðherra til að tryggja hæfi bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélagsins. Einnig fór hann yfir ákvæði samþykktar um mögulegar breytingar á samþykktum Grindavíkurbæjar.
Lögð eru fram tvö vinnuskjöl um framangreind atriði.
Bæjarstjórn skipar eftirtalda í nefnd um endurskoðun samþykkta bæjarins:
Hjálmar Hallgrímsson
Hallfríður Hólmgrímsdóttir
Ásrún Helga Kristinsdóttir
Helga Dís Jakobsdóttir
Ef aðalmaður er forfallaður tekur næsti aðili á lista hans sæti.
Guðjón Bragason og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs verða starfsmenn nefndarinnar.
9. Kosning í bæjarráð, sbr. 28. gr. og A lið 48. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar - 2205250
Til máls tóku: Ásrún og Helga Dís.
Forseti leggur til óbreytt bæjarráð næsta árið. Samþykkt samhljóða.
10. Kjör forseta bæjarstjórnar og 1. og 2. varaforseta - 2205257
Til máls tóku: Ásrún og Hallfríður
Forseti leggur til óbreytt fyrirkomulag næsta árið. Samþykkt samhljóða.
Guðjón víkur af fundi kl. 16:30
11. Starfsmannamál - 2401106
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri og Gunnar Már.
Uppsagnarbréf til 149 starfsmanna hafa verið afhent.
Bæjarstjórn þakkar kærlega fyrir trúmennsku, skilning og samvinnu starfsmanna við að leysa þetta erfiða verkefni og óskar starfmönnum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
12. Ársuppgjör 2023 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2403170
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Lilja Dögg Karlsdóttir, endurskoðandi bæjarins.
Til máls tóku: Ásrún, Lilja Dögg, bæjarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkir ársuppgjör Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2023 og staðfestir hann með áritun sinni.
13. Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2024 - 2403181
Til máls tóku: Ásrún og Birgitta Hrund.
Fundargerð 311. fundar HES, dags. 23. maí sl., er lögð fram til kynningar.
14. Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2024 - 2404095
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerð 802. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, dags. 5. júní sl., er lögð fram til kynningar.
15. Skipulagsnefnd - 132 - 2405003F
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
16. Skipulagsnefnd - 133 - 2405020F
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17:20.